Blanda - 01.01.1924, Page 76
70
ur meðalmaður á vöxt, rauðleitur i andliti, Ijósjarpur
á hár, kunni vel latinu, raddmaður hinn bezti, þögull
hversdagslega, en gleðimaður væri hann tali tekiun;
mörg ól hann upp barnabörn sín, og var eitt þeirra
Sigurður, son Guðrúnar dóttur hans og Sigurðar lög-
sagnara, er kallaður var Lagaböggull1); kenndi prest-
ur honum latínu og kom í Skálholtsskóla og tók
hann síðan að aðstðoarpresti á hinu 50. prestskap-
arári sinu.2) Missti hann Ingibjörgu konu sína
hálfu öðru ári fyrir dauða sinn3 4), varð hann að
Ivktum blindur og dó hann hinu 5. marz 1708,’) árið
eptir stórubólu, er hann hafði tvo vetur um áttrætt.
Ivona hans og hann eru grafin beint fram sunnantil
við kirkjudyr á Múla. Þessi voru börn Nikulásar
prests og Ingibjargar konu hans, er ættir eru frá tald-
ar. 1. Finnur undir Múla á Skálmarnesi, lögréttumað-
ur. 2. Þórólfur átti Þórunni Jóhannsdóttur prests fí
Otrardal Jónssonar]. 3. Guðrún átti Sigurð Lagaböggul;
hún dó 17315); þeirra synir Sigurður prestur í Flatey,
Guðmundur og Þorgrímur sýslumenn. 4. Vigdís átti
Bjarna Egilson. 5. Þorkatla átti Bjarna Jóhannsson.
6. Hallbjörg átti Ivar Sturluson. 7. Ingigerður átti
Grím Jónsson. 8. Halla átti Bjarna prest Jóhannsson
fí Otrardalf. 9. Kristín átti Brand Brandsson i Skál-
eyjum. En alls eru sögð 18 börn Nikulásar prests.
Er í sögnum, að 3 synir þeirra hjóna, ungir og ókvænt-
ir, hafi drukknað á svonefndum Hellisvogi rétt við tún-
1) Þ. e. Sigurður Sigurðsson í Firði á Skálmarnesi.
2) Það er ekki rétt, því að séra Sigurður var ekki
vígður fyr en 1708.
3) Hún mun hafa dáið 1708.
4) Þetta er ekki rétt, því að séra Nikulás var enn á
lifi snemma í nóv. 1709, en hefur eflaust andazt næsta ár,
ef til vill 5. marz (1710) áttræður (f. c. 1630) en ekki 82 ára.
5) Réttara: 1739.