Blanda - 01.01.1924, Síða 77
71
ið i Múla, er þeir komn frá róðrum í Oddbjarnarskeri
um nótt, en Ingibjörg móðir þeirra gengið til sjávar
að morgni, fundið þá alla rekna og borið þá upp á
gruud.1) fSagt er einnig, að Ingibjörg vekti yfir 19
líkum í Múlabaðstofu í stórubólu 1707.2)
Sigurður Sigurðsson
Lagabögguls ólst upp lijá afa sínum og ömmu, sem
áður er talið. Er sagt, að Ingibjörg amma hans æskti
þess að lifa þann dag, bún sæi hann vígðan prest; er
það og talið fyrsta prestsverk hans að þjónusta hana,3)
en þingin fékk hann sömu misserin (1708), sem afi
hans lézt4 5), og fór þá byggðum í Elatey. En ári siðar6)
iékk hann Guðrúnar Tómasdóttur í Elatey Jónssonar
Einnssonar í EJatey; átti hún 20 hndr. í Elatey, og
^íuggu þau þar alla æfi síðan í Austurbæ. 3 voru börn
þeirra, er lifðu: 1. Sigurður, 2. Guðný yfirsetukona,
3. Ingibjörg átti Sigurð prest Jónsson i Hítarnesi.
Sigurður prestur var hár maður vexti, riðvaxinn, fríð-
ur sýnum og vel á sig kominn, stilltur, gætinn og glað-
látur, góður drengur, kallaður vel lærður á þeim dög-
um, góður fátækum mönnum og fyrirhyggjumikill, bjó
vel og átti jarðir á landi. Hann tók til iæringar alla
sonu Ragnhildar systur sinnar og Ólafs bónda Gunn-
laugssonar i Svefueyjum, þá Eggert, Jóna tvo og
Magnús, er siðar urðu nafnfrægir, einkum Eggert
1) Svo 375, Dauðagrund 305.
2 Frá [ tekið eptir 305, en vantar í 375.
3) Þetta getur einmitt staðið heima, að Ingibjörg liafi
andazt sama ár og séra Sigurður vígðist (þ. e. 1708) og
I1/o ári á undan manni sínum, er andazt mun liafa sneinma
úrs 1710 (ájá áður).
4) Séra Sigurður mun hafa fengið veitingu fyrir brauð-
lnu sumarið 1709, eptir eins árs aðstoðarprestsþjónustu.
5) Þau giptust ekki fyr en 1723.