Blanda - 01.01.1924, Page 78
72
skáld, er varð varalögmaður, og Jón liinn lærði _ytra,
Jón yngri var og vel að sér, Magnús varð lögmaður.
Sigurður prestur kenndi og Sigurði syni sínum, er kall-
aður var skuggi, af því hann var koldökkur á hár og
skegg; hafði hann síðan sýslu í Vestmannaeyjum, ísa-
firði og Borgarfirði. Signrður prestur dó af kverka-
meini 29. sept.1) 1753, er hann hafði einn vetur um
sjötugt2) og varð mjög harmdauður. Guðrún Tómas-
dóttir lifði maun sinn. Húu átti systur þá, er
Guðný hét, er aldrei hafði giptzt; unnust þær
systur mjög. En það varð, er Guðrún vissi andlát
Guðnýjar, að henni varð svo þungt, að sagt er, hún
spryngi; var mælt, að millureim hennar úr silfri hrykki
sem brunninn þráður. Dóu þær báðar í Fiatey.3 4)
Markús Snæbjarnarson
fékk Elateyjarþing 1754. Hann var son Mála-Snæ-
bjarnar Pálssonar og Kristinar Magnúsdóttur í Vigur.
Varð Markús íýrst prestur til Þingvalla og Ulfljóts-
vatns í Grafningi 1739,*) fékk síðan Arnes 1746, og
þar var hann til þess hann fluttist í FJatey. Auðugur
var hann af jörðum, skrifari sæmilegur og ræðumaður.
Byggði hann bæ í PJatey við kirkjugarðinn og lcall-
aði Nýjabæ, og bjó þar alla æfi; átti hann opt þröngt
í búi. Heldur var hann þrætukær kallaður, og átti opt í
1) Réttara: 2. sept.
2) Hann var að eins 65 úra, er hann dó (f. 1688), sbr.
minningarljóð um hann í J. S. 415 8vo, 443 8vo, isl. Bm-
íel. B. 130.
3) Guðrún dó 1771.
4) Var vigður aðstoðarprestur þangað 1737. Hvernig á
þvi stóð, að hann fluttist frá Þingvöllum norður á Strand-
ir er mér ekki kunnugt, því að ekki virðist, að J>ar væri
skipt um til betra. En hann kom sér ekki vel við sóknar-
fólk á Þingvöllum, þótli harðbýll og úgengur.