Blanda - 01.01.1924, Page 79
73
þrakki við sókuarmenn sína, bráðlyndurmjögogþástund-
um hrakyrður, en þess á milli blíðmáll og kallaði þá tið-
um „elsku sína“, þá er hann ræddi við, eða öðrum
á8tanöfnum; er fátt hér af því sagt. Mjög lót hann
sér annt um að setja menn í helgidagsbrot. Er það
eitt með öðru talið, að fyrir þvi, að þá var útræði
mikið í Oddbjarnarskeri, þá gætti hann þess vand-
lega, ef þar rauk eptir það „nónheilagt11 var kallaö,
og yrði hann þess var lét hann vermenn bæta fyrir
helgibrot það. Það var og eitt sinn, að Olafur bóndi
Ólafsson í Skáleyjum, faðir Einars sáttaleitarmanns í
Skáleyjum, fór á skipi til Múlakirkju drottinsdags-
morguninn, en er hann kom þar Miðleiðarsker heita,
fann hann rekatré ekki alllítið og bjargaði því undan
upp í skerin. En þótt hásetar Ólafs vildu þetta á
dreif drepa, sagði Ólafur þó presti frá því við kirkj-
una, þvi hann var maður hreinlyndur. l>á mælti prest-
ur: „í>að er sjálfsagt að bæta fyrir þetta guði og
mönnum, elskan min!“ Og þó Ólafur kæmi fnllsnemma
til kirkjunnar, lét prestur hann bæta fyrir helgidags-
brot, er hann kallaði. — Eitt sinn fór prestur um
slátt með flutningsmönnum upp að Múla að syngja
tiðir, en er úti var, beiddist hann, að bændur flyttu
sig fram aptur, en litt tóku þeir á því, kölluðu veður
þurkvænlegt, því votviðri höfðu á verið, og töður
manna lágu votar; kölluðust þeir þurfa að bjarga at-
vinnu sinni. Prestur reiddist og kvaðst víst vita, að
engir vítisfantar myndu finnast sem Múlsveitungar.
£>órður bóndi Eiríksson í Eirði, faðir Bjama skálds,
siðan á Siglunesi, var við og mælti: „Satt segir prest-
ur vor.“ Prest furðaði nokkuð svo og spurði: „í>ví
samsinnir þú þvi, elskau mín?“ Þórður svaraði: „Gerla
sé eg, að þér segið satt, því ella hefði guð ekki refs-
eð okkur með slíkum presti, sem þér eruð.“ En síðan
varð Þórður til með nokkrum að flytja prest út til Blat-