Blanda - 01.01.1924, Page 81
75
Þórðar Ólafssonar stúdents í Vigri, og voru meðal
barna þeirra Markús prestur á Álptamýri og Engilbert
prestur í JÞingmúla.
Aðstoðarprestar séra Markúsar voru:
Guðmundur Bjarnason meðhjálpara í Elatey Brands-
sonar1), siðast prestur í Árnesi og
Torfi Eggertsson prests í Selárdal Ormssonar2 3). Hann
átti Ragnhildi Jónsdóttur Sveinssonar, hálfsystur Gríms
Thorkelins0). En er hann hafði 9 vetur prestur verið4)
fór hann á land að húsvitja; var það á þorra. Hugð-
ist hann um leið að finna Pál bónda Sæmundsson á
Ivirkjubóli á Bæjarnesi, föður Árna Pálssonar hrepp-
stjóra, siðan í Pirði og hans systkina. Beið með presti
Magnús búandi frá Selskerjum Bjarnason, og er sagt,
að báðir væru þeir nokkuð við öl. Biðu þeir á Kvíg-
yndisfjörð. Prestur reið skjótum hesti. Tunglskin var
á um kvöldið. Bar þeim Magnúsi það á miili, að því
hann hafði sjálfur frá sagt, að Magnús vildi ríða gaml-
an ís, er npp hafði brotið í hláku, en prestur hleypti
á hinn nýja, og týndist þar með hestinum. Magnús reið
þó eptir presti, og fór ofan í, komst. þó af, en missti
hest sinn. Torfi prestur átti ekki barn eptir. Ragnhild-
ur lifði ekki alllengi eptir raann sinn, og dó í Flatey5 6).
Eptir það fékk Markús prestur til aðstoðarprests:
Eggert Hákonarson frá Álptamýri, bróðurson sinn1’),
og gekk hann að eiga Kristínu dóttur Markúsar prests,
1) Hann var aðstoðarprestur 1771—1777, Dó í Árnesi 1824.
2) Hann var vígður aðstoðarprestur séra Markúsar 12.
-okt. 1777.
3) Þau voru sammæðra.
4) Það er ekki rétt, á að vera rúm 7 ár, því að hann
clrukknaði veturinn 1785 ( ! febrúar), 34 ára gamall.
5) Hún andaðist 1783 á undan manni sínum.
6) Hann var prestvígður 10. júli 1785, en fékk brauðið
1. júní 1787.