Blanda - 01.01.1924, Síða 83
77
vik Guðna Hallssonar Guðnasonar frá Kolbítsá, en
móðir Þorkels kona Guðna var Steinunn Guðmunds-
dóttir frá Hinnbogastöðum í Trékyllisvík Jónssonar Ein-
arssonar. Voru mörg börn þeirra Guðna. Var Þorkell
heima með íoreldrum sínum til þess bann var 13 vetra,
og fór kaun þá til Jóns prests Sigurðssonar, siðast í
Holtr í Önundarfirði, föður Jarþrúðar á StaðarfelJi, og
móður kennar Solveigar Ólafsdóttur lögsagnara á Eyri.
Og fyrir því Þorkell var námfús komu þau Jón prestur
honurn í Skálholtsskóla. Útskrifaðist hann þaðan yfir
tvítugt1), og komst þá i þjónustu Péturs Hölters kaup-
manns á Vatneyri, en fór þaðau til Vernharðs prests
i Otradal, og gekk að eiga Guðbjörgu dóttur bans, vígð-
ist siðan aðstoðarprestur Vernharðs2); þá söng hann
og á Barðaströnd milli presta; fékk síðan Elateyjar-
þing, er Eggert prestur dó, og fór byggðum til Elat-
eyjar. Urðu þá vandkvæði á, að liann fengi bújörð i
Elatey, en það varð að lyktum, að hann náði þar 10
hndr., þar Innstibær heitir. Bjó hann þar síðan 7 vet-
ur, til þess hann fór byggðum að Múla á Skálmarnesi
1795 og bjó á hálfum Múla. Þorkell prestur var lág-
ur maður vexti, eu vel á fót kominn, léttur og snar í
framgöngu, snareygur og bláeygur, nefið stórt og íbjúgt,
ljósdökkur á hár og skegg, hvell og skýr i máli, en
lítið kverkmæltur, sköruglegur í framburði, híbýlaprúð-
ur hversdagslega, ræðinn og gestrisinn, laghentur og
hagsýnn til þess, batt bækur, las tiðum sögur og guð-
fræði; þótti nýnæmur um margt, og tók brátt við sálraa-
bókinni nýju um aldamót, því eptir þau hafði hann enn
1) Hann var útslmfaður 1782, 28 ára gamall.
2) Það er ekki rétt, því að hann var vígður aðstoðar-
prestur séra Eyjólfs Sturlusonar á Brjánslæk lmustið 1783
°g þjónaði þar eptir lát lians veturinn 1783—1784, en fór
svo að Otradal.