Blanda - 01.01.1924, Síða 86
80
braut kjálka kans (sagði sagan), og var það í frásög-
ur fært, en prestur bar þess ljós merki alla æfi, og
þótti þetta hreystiverk. Sú önnur ástæða fyrir þvi, að
Tómas prestur væri hrevstimaður til krapta, var sú,
að eitt sinn kom til skoðunar dönsk náiapípa af beini;
hún var svo fast skrúfuð, að ei varð opnuð, og ekki
þó með töng reynt væri, en af því prestur sá var
haldinn styrkur vel, barst pipa sú i tal. Hann beiddi
að sýna sér hana, en í fyrsta sinn, sem hann bar fing-
ur að skrúfi hennar, skrúfaðist hún upp undir eins.
í>etta hvorttvegga virtu menn sem mark uni krapta hans
ásamt fleiru smávegis, og mætti fleira telja, ef þurfa
þætti. En hversu mikill atburðamaður sem hann var,
ætluðu það kunnmenn hans, að allsjaldan reyndi á það,
því jhann var aldrei talinu neinn erfiðari, heldur það
mótsetta. Hann var lika embættismaður og átti að
stunda sitt embætti. Vöxtur hans er áður talinn. Hann
óg 24 fjórðunga, var þó ístrulaus, hetjulegur á veili,
eniekki , kallaður friður sýnum né prestlegur í fasi og
framgangi. Hann hafði kaffibrúnt hár og hvítan lepp
í hægri vanga, miklar og mjög loðnar brýr, meðalstór
augu, en stóra svartbláa bletti fyrir neðan þau, stórt,
nef og nokkuð nefmæltur, brúkaði lika mikið neftóbak,
í meðalraáta munn- og hökustór, hafði digra rödd og
mikla, ritari allgóður. Hann var fremur fljótur en seinn
i orðum og ályktun, þess vegna stundum (máske) mið-
ur grundað en skyldi, bráðlyndur, en sáttfús, því hann
var guðhræddur og vel þenkjandi. Hann þjónaði því
örðuga prestakalli um 16 ár, en hafði aldrei aðstoðar-
prest. Opt fékk hann slæmt á sjó yfir Múlaflóa, sem
er illur yfirferðar, vegna strauma, skerja og ísreks á
vetrum. Hvað stólræður hans áhrærði álitu menn marg-
ar af þeim vel brúkandi, enda óvíst, hvað af þeim var
af honum sjálfum samið. Má vera, að það hafi gert
nokkuð til, að hann var drykkfelldur. Samt ætla eg,