Blanda - 01.01.1924, Page 87
81
hann liafi vart sést ölvaður innan kirkju. Hann Hkt-
ist og Guðbrandi sýslumanni í því, að ölíong unnu
allseint á þeirra sterku byggingu. Ur skóla var hanu
orðlagður fyrir tregar námsgáfur. Ætið var hann fá-
tækur og átti þröngt i búi; var þó stórvel við hann gerc
ai mörgum, enda tjáði hann mörgum nauðsynjar sínar
sem margar voru. Ctestgjafi var hann af ýtrustu efnum.
Laglega boínuð vísa.
„Vel er alin herrans hjörð
hérna liggur bevísið11,
bin alkunna vísa, sem eignuð er Eólu-Hjálmari, kvað
ekki öll hafa verið ort af honum, heldur að eins fyrri
filutinu, en siðari hlutann hafði séra Pétur prófastur Pét-
ursson á Víðivöllum ort. Og segir séraMagnús Andrés-
son á Gilsbakka svo um þetta í bréfi til Brynjólfs
Jónssonar dbrm. frá Minna-núpi 13. jan. 1913 (Lbs.
1760 4to.), að gáfaður, fróður, vandaður og roskinn
maður norðan úr Skagafirði, Baldvin að nafni, hafi
sagt sér, er þeir voru báðir sjómenn á Hlöðunesi á
Vatnsieysuströnd á vertið 1860, að vísa þessi væri
svo til komin, að eitt sinn, er séra Pétur prófastur
hefði gengið út í kirkju til messu, stóð Hjálmar við
sáluhliðið, leit á það sem þar lá og síðan á prófast,
og mælti fram fyrri helming vísunnar. Prófastur nam
staðar um augnablik, sá hvað um var að vera, brosti
og bætti við seinni hlutanum:
samir vel þótt sauðaspörð
sjáist kringum fjárhýsið.
Baldviu sagði einnig, að þeir hefðu opt reynt, Hjálm-
ar og Pétur, að koma hvor öðrum á óvart með vísur,
01 þess að hinn kæroist í vandræði að svara.
(H. Þ.)
6
Bianda III.