Blanda - 01.01.1924, Page 89
83
sæmilegir. Þar eg hef ekkert að segja þér i fróttum,
ætla eg að láta þig heyra dálitið aí okkar nýja kougi.
Þegar hann tók við ríkinu eptir Friðrik 6., var það í
skuld um 450 miljónir rikisdala til annara konunga,
og stórherra hér i staðuum. Til að létta dálítið á þess-
um skuldum tók Kristján 8. það fyrir að gefa þessum
creditorum1) ei meira i rentu en 3 rikisdali at hverju
hundraði, en Friðrik 6. hafði gefið 5 af hverju hundr-
aði, en eigi eru lög að taka meira en 4 af hundiaði;
gerði hann það til þess hann betur fengi lán. Illa
voru þeir ánægðir með þetta, en urðu þó að bat'a það.
— Höfðingjarnir hér i staðnum hafa flestir i árleg
laun frá 10—12 hundruð ríkisdali; þó klöguðu þeir
fyrir Friðrik 6., að þeir gætu ei lifað á þessu. 8tiax
bætti hann við þá 2 og 3 hundruð ríkisdölum árlega,
eptir því sem hver vildi hafa, í einu orði að segja:
hann gerði í öllum hlutum, eins og þeir rikustu höið-
ingjar vildu, svo síðast fór almúginn að láta mála þá
á pappírinn i sínum dýru klæðum með konung í vös-
unum og stóð höfuðið upp úr, af háði. Limdu þeir
þessi máluðu blöð hér og hvar á húsdyr, bæði hjá
konunginum og fleirum hér i staðnum. Alla þe-sa við-
bót til launanna, sem Friðrik 6. hafði gefið þeim, tók
Kristján 8. af þeim, og sagði, þeir gætu vel lifað af
sínum fyrri launum fyrir utan viðbót nokkra. — Kokk-
arnir, sem Friðrik 6. hatði, voru 20 að tölu 16 af
þeim voru afsettir, þvi hann [Kr. 8.J sagði, að 4 kokk-
ar gætu gert eins mikið og þó 20 væru, og nógu
margir til þeirra starfa. Marga fleiri óþarfa embættis-
menn afsetti hann. Allt þetta gerði hann samt óvin-
sælan hjá þessum embættismönnum. Einn dag gekk
hann í einn akur, sem bann átti, og klæddi sig í önn-
ur klæði, en venjulegt var. Hann gekk til þeirra og
1) Þ. e. lúnardrottnum.
6*