Blanda - 01.01.1924, Side 90
84
spurði, livað mikið þeir feDgju í daglaun kjá konung-
inum. í>eir sögðu: 3 mörk um daginn. Hann spurði þá
svo alla að þessu, hvort þeir aldrei hefðu fengið meira,
en fyr höfðu þeir fengið 5 mörk um daginn. Hann
bað þá einn þeirra að kalla á yfirmanninn, en þegar
hann kom, þekkti hann konunginn. Konungur bað
þá þennan sýna sér reikningsbækurnar yfir útsvar til
erfiðisfólksins, en hinn þorði þá ei annað en gera bao.
Varð þá uppvíst, að hann hafði stolið túmarki af hverj-
nm manni í 2 ár. Konungurinn skipaði konum þá að
gjalda alla þessa peninga til erfiðisfólksins, og setti
hann siðan frá embættinu, en ei fékk hann meira straff.
Einn dag gekk konungur til sinna timburmanna og
smiða, er smíðuðu stríðsskipiu. Þeir voru 400 að tölu.
300 af þeim sagði hann upp erfiðinu, því hann sagð-
ist ei vilja láta smíða fleiri skip fyrst um sinn. Hann
sagði, sem satt er, engin not að þeirn vera, má1) gefa
öllu þessu fólki fæði og klæði, og svo eitt striðsskip,
sem verið er að smíða í 4 ár af 400 mönnum, ko3tar
konunginn í það heila 10 miljónir ríkisdala, og svo er
það lagt við siðuna á kinum skipunum út á leguna2)
og fúnar þar niður, því hann hefur ei fleiri en 8 af
þeim i brúki: 2 fyrir vakt í Eyrarsundi, 2 til höndl-
unar í Vestindíum, 2 í Asía, 2 i Affrica; í allt eru
stríðsskipin að tölu 130. Þegar þessi 400 manns fengu
að heyra, hvað kóngurinn hafði í áformi, brá þeim illa
við og urðu reiðir af þessum nýjungum og svöruðu,
að ef hann tæki af þeim þessa forþénustu yrðu þeir
að ganga út að stela eður betla, eða sjálfir að skilja
sig við lífið, þar margir af þessum smiðum og timb-
urmönnum voru fátækir barnamenn. Daginn eptir þann
22. Haii hélt konungurinn sitt silfurbrúðkaup; það er
1) Svo hdr, gæti verið mislesið fyrir: nema.
2) Leiðr. f: laugina i lidr.