Blanda - 01.01.1924, Page 91
85
ein stór veizla, sem aliir herrar hér halda, þegar þeir
hafa verið giptir í 25 ár, og þegar þeim auðnast að
iifa með konu sinni i 50 ár, halda þeir aðra stórveizl-
una, sem kallast gullbrúðkaup. Um daginn var með
mikilli viðhöfn eitt nýtt striðsskip sett af stokkunum
og út á sjóinn; þar þá skírt og kallað Kristján 8.;
stærst er það af öllum striðsskipum í Danmörk; það
rúmar 1500 manns i stríði, 500 á hverju dekki, og
matur til 6 mánaða handa ölium þessum rúraast í lest-
inni. J?egar skipið gekk af stokkunum var hrópað upp :
Það er það seinasta skip, sem Kristján 8. kóngur af
Danmörk lætur smiða, og sumir kölluðu þá: Ekki
Kristjáu 8., lieldur Krisfján brauðlausi. Eáum dögum
þar eptir keyrði konungurinu i vagni í gegnum horg-
ina. Dá stóðu allir þessir smiðir og timburmenii og
mörg þúsund aðrir á veginum og hrópuðu: Kristján
brauðlausi. Fáum vér erfiði í dag. Og surair köstuðu
steinum eptir vagninum. Pólitíinu og stríðsfólkinu var
skipað að stöðva þennan óróa, en þau áttu mjög örð-
ugt með það. Einn pólitíþónarinn var drepinn með steini
og fimm skaðaðir með steinkasti nokkru. Af þessum
upphlaupsmönnum, meðal hverra var einn ríkur stór-
bokki, sem ekkh(var) í beztu vináttu var við konginn,
þeir voru settir i arrest1) hjá einum ríkum greifa. Um
nóttina stormuðu þangað mörg þúsund manns og hót-
uðu að brenna eða brjóta arrestið, ef þeir arresteruðu
væru ei lausir látnir. Eyrst brutu þeir allan umbúning,
sem stóð kringum greifans hús — hér er allur stað-
urinn upplýstur um nætur af Ijósum, sem brenna i lopt-
inu á háum stólpum, — svo brutu þeir alla glugga á
greifans húsi og ætluðu inn, en þá var kominn fjöldi
af striðsfólki og pólitii, sem skakkaði leikinn. Lika
voru þeir arresteruðu lausir látnir, svo ekki yrði meira
1) Þ. e. fangelsi.