Blanda - 01.01.1924, Síða 94
88
að það hljóp á allt, sem fyrir v&r, þegar farið
var að elta það, en af þvi það var mjög íeitt, þreytt-
ist það fljótt, einkanlega hrútar, enda gerðu þeir vana-
lega 80 pd. af kjöti og 22 pd. af mör og 6 pd. af ull.
Eitt sinn náðist vet.urgamall hrútur, sem hafði þessa
vigt. Tvævetur hrútur var tokiun þar einu sinni, grár
að lit, sem gerði 92 pd. af kjöti og 28 pd. af mör.
Sýslumaður, sem þá var í Skaptafellssýslu, og bjó á
Kirkjubæjarklaustri1), frétti um þenuan hrút og gerði
sér ferð til að skoða slátrið. Meðal aunars fékk hann
að sjá höfuðið, en sá þó ekkert mark á því og spurði,
lxvort hann hefði verið ómarkaður. Eyjólfur, sem þá
var bóndi á Núpstað2), og sem átti þá féð varð fyrir
svörum og sagði, að það væri hvatamarkið á honum;
hann hafði hvatt bæði eyru, en vildi ekki láta sýslu-
mann vita, að féð var ómarkað, og er ekki aunars
getið, en sýslumaður hafi verið ánægður með þá skýr-
ingu. Eitt haust náðust tvílembingar og vigtaði kjötið
af þeim: öðrum 40 en hinum 42 pd., mör 9 pd. í öðr-
um, en 10 pd. í hinum. Stöku siunum voru hrútar tekn-
ir þar og hafðir til undaneldis, en það sem út af
þeim kom, reyndist ekkert feitlagnara en annað fé, en
þótti yerða hart til útigangs og hraust. Vart kom það
fyrir, að ær væri þar eiulembd, og flest var það mis-
litt, einkum flekkótt og hálsótt. Aldrei var hirt um að
ná ull af því á vorin, en þó kom það aldrei í ullinni
á haustin (í rúböggum). Sá sem söguna segir, segist
hafa séð i tvö skipti um haust á með strút um háls-
inn, sína í bvort skipti. Onnur sú ær var orðin mjög
gömul; eptir því sem menn komust uæst var hún 16—
18 vetra, þegar hún var tekin; hún var þá búin fyrir
nokkru að missa bæði hornin og farin að vaxa horn
1) Þnð mun liafu verið Árni sýslumaður Gislason.
2) þ. e. Eyjólfur Stefánsson, sem þar bjó lengi.