Blanda - 01.01.1924, Side 95
89
á hana aptur; kjötið var svo vont af henni, að það
þótti varla ætt. Aldrei fannst ullarlagður í skóginum
eða annarstaðar af þessu fé, og aldrei sást kind þar
draga ull, en kindur sáust þar á vorin raeð ull á ann-
ari hliðinni, en ullarlausar á hinni, en ef kind komst
þangað að framan á vorin, sem sjaldan var, raátti rekja
ullarbraut eptir hana um skóginn. Opt kom það fyrir,
að kindur, sem sáust fyrst á haustin, þegar komið var
þangað, sáust aldrei aptur, og héldu surnir það hlypi
á jökla, þegar það varð vart við mann, enda sáu þeir
opt á eptir því upp í hæstu eggjar. Inn af fjallinu í
}öklinum eru auðir hnúkar; þangað var ekki farið, en
menn voru samt hræddir um, að það dagaði þar uppi.
Yrasir höiðu trú á, að þar væru útilegumenn í fjöll-
unum, sem orsökuðu hvarf á fénu, og hirtu af því ull-
ina, og þóttust sumir jafnvel verða varir við ýmislegt
óvanalegt, eða sem benti á það, en sá, sem söguna
segir, segist aldrei hafa orðið þar var við neitt yfir-
náttúrlegt, nema honum þótti undarlegt, að hann gat
aldrei fundið þar ullarlagð af fénu, og segist hann þó
opt hafa komið þar, bæði haust og vor. — Menn höfðu
ótrú á að haudfjalla lörnbin nýfædd, og því síður mátti
raarka þau. Einu sinni gerði Jón á Dal það að gamni
sinu, er hann fann þar á nýborna, og lambið ekki
komið á fót, að haun hafði hönd á lambinu og mark-
aði á það heilrifað hægra (fjármark hans var heilrifað
hægra og hvatt vinstra); lambið var gimbur og lifði
og varð gömul ær; var hún alltaf auðþekkt að því leyti,
að hún sýndist úrkynja og miklu ljótari en hitt féð.
Eéð var til framundir síðustu aldamót. Opt kom fyrir,
að féll af því í harðindum, einkum á seinni árum, og
mun þvi heizt hafa verið eytt vegna horfellislaganna.
Hér fara á eptir smásögur um ferðir Eyjólfs inn á
Eystrafjall, og er þar fylgt hans eigin sögu og orðum
að fengnu leyfi, (segir í handritinu).