Blanda - 01.01.1924, Page 96
90
„Eg kom að Núpstað 6 ára gamall1). Bjó þar þá,
Dagbjartur Jódssod, og tók haun mig til fósturs. Þeg-
ar eg var á 13. ári fór eg í fyrsta sinD með Dagbjarti
sál. fóstra mínum og frænda inn á Eystrafjail. Eg
hlakkaði mikið til þeirrar ferðar, svaf ekkert nóttina
fyrii, og hafði enga matarlyst um morguninn, áður en
við fórum. Fleiri menn voru ekki í förinni en við fóstri
minn. Er við komum inn undir fjallið, þótti mér þar
fagurt um að litast. Við sáum stóran fjárhóp uppi í
fjallinu. Lögðum við nú af stað upp fjallið, og höguð-
um göngunni svo, að féð sá okkur ekki. Eóstri minn
sagði mér, að þegar féð íyndi lykt af manni, hlypi það
í þá átt, sem það fyndi lyktina úr; væri þá um að gera
að vera kominn á góðan stað, áður féð yrði vart við
maDn, til þess að geta hlaupið í rennuna, þegar hóp-
urinn færi framhjá. Við sáum nú, að féð var búið að
verða vart við oklcur og komið á stað og stefndi í
áttina til okkar. Það var á að gizka rúmt 30 kindur.
í>að var korainn talsverður vígahugur í mig, þar sem
eg átti nú í vændum að glíma við einn villihrútinn,
þetta sem eg hafði svo opt hugsað uin, hvort eg mundi
nokkumtima verða sá maður að geta ráðið við þessa
stóru hrúta. Mér fannst það nokkuð svipað og hetju-
sögurnar frá fornöld, þegar eg heyrði göngumennina
vera að sega frá ferðum sínum, og hvernig þeir hefðu
að lokum sigrað þennau og þennan hrútinn, eptir lang-
an eltÍDgaleik. Nú átti eg að reyna mig í fyrsta síud,
og þótti mér mikið undir komið, hvernig nú tækist í
bardaga þeim, sem i vændum var. Eóstri minn sagð-
ist ætla sér vellóttan hrút, sem var framarlega, en sagði
að eg mætti reyna að hlaupa í þenDan þverröndótta;
haun var svartur með breiða hvita gjörð yfir miðjuna;
t) Eyjólfur kom að Núpstað 1852, og var þar alls 21 úr
heimilisfastur (1852—1873).