Blanda - 01.01.1924, Side 97
91
«g man vel eptir honum enn. Eg lield fóstri minn hafi
fiugsað, að hrússi hefði betur. Eóstri minn hleypur nú
®f stað og nær þeim vellótta, og gekk það víst vel.
Eg tók sprettinn undir eins og fóstri minn, hljóp i
renuuna og náði i hóstið á þeim röndótta; glímdum við
svo um stund og urðu ýmsir undir, en að lokum hafði
eg samt betur, og varð hrússi undir, en eg ofaná.
Þótti frænda mínum mér hafa tekizt vel. Teymdum
við siðan lirútana niður á slétt, slátrnðum þeim þar,
og fórum svo heim um kvöldið. Eannst mér eg hafa
vaxið af þessari ferð, enda bar eg mig mannalega,
þegar eg var að segja ferðasöguna. Þetla var á síð-
ustu árum Dagbjarts1 2), og tók Eyjólfur Stefánssou við
búiuu eptir hann. Eyjólfur átti dóttur hans fyrir konuc).
Var eg hjá honum, þangað til eg var 27 ára, og ept-
lr þetta fór eg árlega inn á fjall, og það margar ferð-
lr á ári, meðan eg var á Núpstað. Einu sinni sem opt-
ar fórum við nafnarnir inn eptir; það var á sunnudegi;
fiittum við þá tvo hrúta neðarlega í fjallinu, annan
fivitan og hinn mórauðan; vorum við ekki búnir að
SJ& þá í tvö ár. Þeir vorn feitir og þungir á sér, og
náðum við þeim fljótt; vildum við ekki slátra þeiin, af
því sunnudagur var, bundum þá því við hríslu, og fór-
um svo heim um kveldið. Um morguninn fórum við apt-
Ur, sáum við þá svartan hrút liggja undir kletti spöl
fyrir ofan, þar sem hinir voru bundnir. Eleygði eg þá
uf mér efri fötunum og fór uppeptir, komst eg undir
klettinn, svo hrússi varð ekki var við mig, skreið svo
meðfram klettinum, þar til eg var rétt kominn að hon-
um; stóð hann þá upp og kom á móti mér og þefaði
uf andlitinu á mér, tók eg þá með báðum höndum
sinni í hvorn bóg á honum; reyndi hann ekkert að slíta
1) Hann dó 25. júní 1862, 53 ára.
2) Hún hét Margrét (’j' 1873) og var f. lc. Eyjólfs.