Blanda - 01.01.1924, Síða 98
92
sig lausan, en að eins að berja mig, svo var skapið mik-
ið; mitti eg hafa mig allan við að halda honum frá
mér, meðan eg stóð upp; stóð hann síðast á apturfót-
unum og neytti allrar orku til að komu höggi á mig,
og þótti mér hann þá furðu stöðugur. Sagði nafni minn,
að það hefði verið líkast að sjá til okkar, og eg hefði
verið að glíma við tröllskessu, svo hafði hrússi verið
miklu digrari en eg. Einu sinni var eg búinn að elta
geithálsóttan hrút allau daginn og náði honum síðast
undir kveld; hann var 7 vetra gamall; það var innar-
lega i gljúfri einu, að eg núði honum; átti eg bágt með
að komast þaðan með hann; skar eg hann því í hatt-
inu minn, þvoði siðan upp vömbina og lét blóðið í
hana; gerðum við það einatt, þegar við áttum erfitt
með að koma kindunum lifandi þaðan, sem við náðum
þeim; dysjaði eg svo slátrið þar til daginn eptir. Það
var farið með hornin af þessum hrút austur á Papós,
og voru þau höfð þar til sýnis1). — Eitt sinn, er eg
fór inn eptir, sá eg svartglámóttann hrút á brúninni
upp yfir Sniðabrekku; var þá kominn snjór og var skafl
þar í brúninni. Eg komst upp, svo sá glámótti varð
min ekki var; varð honum bjdt við, þegar hann sá mig,
,og hrökk hann fram af og ofan i skaflinn; skaflinn var
laus, svo houum gekk seinlega að komast fram úr hon-
um, og náði eg honum þar; skar eg hann i hattinn
minn og dysjaði hann síðan; var eg þá með Ijósgráan
hatt, og gætti þess ekki, að þvo vel af honum blóðið.
Myrkur var komið, er eg kom heim og búið að kveykja.
Þegar eg kom upp, varð fólkið hrætt, þegar það sá
1) Svo er sagt, að Dagbjartur á Núpstað bafi neglt fram-
an á bæjarþilið þar þrennskonar villihrútahorn, eit.t afkrapp-
liyrndum, annað af venjulega hyrnduin og svo þriðja af
gleiðhyrndum hrút, ogbafiþur verið geysibreitt milli stiklanna.
(H. Þ.