Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 99
93
mig með blóðugan hattinn, og hólt, að eg hefði raeitt
mig, en nafni minn brosti; hann þekkti merkið á hatt-
inum. •— Yið nafnarnir vorum einu sinni að elta 5
hrúta; stukku þeir seinast i klettaskoru, og náðum við
þeim þar 4, einn slapp; hann var mórauður að lit; sá
eg hann ekki eptir það um haustið. Haustið eptir hitti
eg hann aptur með tveimur öðrum, svörtum og sokk-
óttum; skildist sá svarti frá og elti eg hann fyrir fram-
an Súlnatinda og þar á jökulinu og langt austur á jök-
ul; náði eg konum þar siðast og teymdi hanu aptur
til baka i brautina, því dríí'a var komin, og sá ekki
til fjalla. Hrússi var leiðitamur vfir jökulinn, en þeg-
ar eg kom vestur á fjallið, vildi hann ekki ganga lengra.
Komu þá félagar mínir þar og voru farnir að Jeita að
mér, og vissu ekkert um hina hrútana. Vildi eg þá
fara að leita að þeim og afhenti þeim þann svarta;
fann eg þá þar nokkru neðar meðfram jöklinum; stukku
þeir á jökulinn, og náði eg fljótt þeim sokkótta; elti
eg síðan þann mórauða einan; var einn sá frískasti,
sem eg átti við; barst leikurinn síðast að Súlu þar
fram á háan klett 4—5 faðma; stökk hann þar fram
af og niður i ána; var þá farið að skyggja, en samt
sá eg, að hann komst upp úr hinumeginn. Sá eg hann
ekki optar það haust, en haustið eptir hitti eg hann,
og elti hann lengi; fór það sem hið fyrra haust, að
hann stökk í Súlu, og skildi þar með okkur, eg sá,
að hann komst upp úr, en sá hann svo aldrei upp frá
því. — Það kom fyrir, að við misstum kindur í kletta,
sem við náðum ekki á annan hátt en að skjóta þær.
Lika kom það fyrir, þegar við vorum búnir lengi að
elta kindur og þær voru orðnar þreyttar, ef lækur varð
fyrir þeim, að þær stungu höfðinu ofauí, og voru kain-
aðar, þegar að var komið. — Þessi ár, sem eg var á
Núpstað, man eg ekki eptir, að eg sæi nema tvo hrúta
hvíta. Eg þekkti fiest féð hvað frá öðru, enda var fátt