Blanda - 01.01.1924, Page 100
94
af þvi einlitt. — £>að kom fyrir á vetrurn, ef hagleys-
nr gerði, að eg fór inn eptir og rak það til i fjallinu,
þangað sem hagi var, þvi aldiei varð þar haglaust,
en þó kom það fyrir, að féð hafði ekki um tima ann-
að en kvist, og fóru þá kindur stundum úr kvistfalli
og var það þannig, að það veiktist af viðnum, þegar
það náði ekki til jarðar um lengri tíma, og þó það
væri í öllum holdum. Ekki varð eg var við, að neitt
af því færi úr hor þann tíma, sem eg var á Núpstað11.
Dýrt kveðin sléítubandavísa.
Séra Magnús Einarsson á Tjörn i Svarfaðardal
(f 1794) var skáld gott, sem kunnugt er. Hann var á
skólaárnm sinum og siðar hjá Þórarni sýslumanni Jóns-
8yni á Grund (f 1767) föður Stefáns amtmanns, þótti
vistin þar ekki góð, hjá húsfrú Sigríði konu sýslu-
mannH, og orti um það hinar svokölluðu Grundarvísur,
sern margir kannast við („I öskustónni hún Sigga sat“
o. s. frv). En þessa siéttubandavisu er sagt, að hann
hafi ort um Þórarinn sýslumaun :
Dyggðum safnar, varla vann
verkin ódyggðanna,
lygðum hafnar, aldrei ann
athöfn vondra manna.
Rétt kveðin er vísa þessi lof, en aptur á bak kveðin
skarnmir, eins og hin nafnkunna: „Dóma grundar,
hvergi hann“ o. s. frv., sem að vísu er dýrara kveðin
en þessi. Hana orti séra Jón Þorgeirsson á Hjalta-
hakka faðir Steins biskups.
El til vill mun Blanda flytja síðar sagnir um séra
Msgnús og lausavísur eptir hann. (H Þ.)