Blanda - 01.01.1924, Page 102
96
urlandi. Eg, sern linur þessar skrifa, hafði heyrt lil margra
af þeim. Hann var svo likur þeim, eins og þeir væru þar
sjálfir komnir. Sjaldan kvað hann neitt, sem vart yrði við.
Hann liafði til að vera nokkuð klúrkvæðinn'). Honurn var
alltaf að linigna á ferðinni austur og norður, en hann þrætti
jafnan íyrir, að það væri nokkuð við hvern, sem eptir því
spurði. Svo komst hann að Galtnstöðum í Hróarstungu aust-
ur. Þar bjó þá Hjörleifur prestur Guttormsson, nú á Vóll-
um1 2), gestrisinn og glaðsinna. Vildi nú umfram allt veita
vel gesti sinum, en þá var það fyrst á ferð þessari, að hann
gat ekkert þegið. Það var svo gengið hart á hann að segja,
hvað að honum gengi, en liann kvað það lítið eða ekkert
vera. En þegar farið var að bursta stigvél lians, var maðk-
ur í öðru stigvélinu. Sendi þá séra Hjörleifur strax eptir
héraðslækni i Múlasýslu3) á laun við Jónas. Hann lcom
strax, og þegar hann fór að tala við Jónas um veikindi
hans, sagði hann, að það varðaði lækninn að engu, og
fyrirbauð honum að snerta neitt við sér. Þá var hann, ept-
ir skipun læknis, tekinn nauðugur og skoðaður. Var þá sár
á öðrum fæti. Ut úr þvi var dregið hátt í kaffibolla af möðk-
um. Það voru raunar sár á báðum fótum. Ekki brá hann
sér, meðan verið var að þessu. Þaðan liélt hann til Akur-
eyrar og sigldi þaðan.
1) Hér tekur höf. til dæmis mjög klúryrta visu, sem
ekki er unnt að prenta, og segir, að Jónas hafi ort hana
um Tómas nokkurn i Reykjavik, kallaðan Snússu-Tómas,
er hafi ætlað að nauðga unglingsstúlku.
2) Hann var þá aðstoðarprestur tengdaföður síns séra
Björns Vigfússonar í Ivirkjubæ og skólabróðir Jónasar. Dó
1887.
3) þ. e. H. P. J. Beldring. danskur maður, Ijórðungs-
læknir á Austfjörðum. Dó á Brekku í Fljótsdal 1844.