Blanda - 01.01.1924, Síða 104
98
í baðstofumænirimi yfir hvilu sinni, og skyldi hann
lianga þar alla föstuna og enginn dirfast að snerta;
tiðkuðust slík hindurvitni á þeim tíðum, og skyldi þetta
heita nokkurskonar sjálfsafneitun eður fasta. Eyvindur
mændi opt svangur á langleggjarstykkið upp í mæn-
irnum, en sá sér ekkert færi að ná til þess fyrir hæð-
ar sakir. Tók hann þá ráð, að hann smíðaði sér pílna-
boga, mjög vandaðan, og ör hárbeitta, flatvaxna fyrir
oddinn. Það var eitt kveld i vökunni, að karl faðir
hans sat á rúmi sínu við lippu; haun var sköllóttur og
sat berhöfðaður, og tók hann mjög að syfja. Eyvindur
var yfir í hinum enda baðstoíunnar, og var þar myrkt
og ætluðu menn, hann svæfi. Sór hann nú, að karliun
syfjar mjög og verður jafnframt litið á langleggjar-
stykkið góða yfir höfði hans. Eyvindur leggur nú ör
á streng og skaut hið efra eptir mænirnum og sundur
taugina, sem leggurinn hókk á, svo hann kom á hnútu-
brotið ofan í skallann á bónda, svo dreyrði. Honutn
varð hverft við, og með því hann heyrði hvininn af
örinni, vissi hann, hver valda mundi og þreif stykkið
og sendi af hendi til Eyvindar, og kvað bezt það færi
í kjaptinn á honura. Stykkið kom á vanga Eyvindar.
var það högg rnikið, svo hann riðaði við, en hann
reiddist ekki beins högginu, þá hann- fékk að njóta þess,
og tók til matar, og þótti úr rætast.
Liðu nú enn fram tímar, þar til Eyvindur var á 12.
aldursári. Þá var það um vorið, að faðir haus smiðaði
skip niður að naustum og var að smíð þeirri á sumar
fram. Þá var enu skógur í fjallshliðinni hið efra. Þar
bjó Eyvindur sór bæli, og setti líka smíði á stofn, og
smíðaði bát einn litinn; gat hann hnuplað frá föður
sínum smáfjalir og afklippur til byrðingsins, en notaði
skóginn til innviða. En um nætur, þá karlinn svaf, sló
haun sér saum í smiðju, og vissi enginn af athöfnum
þessum, utan Eyvindur einn. Það var einn raorgun