Blanda - 01.01.1924, Page 107
101
Jón hét. Hann var sjóliði mikill og formaður. Jón sendi
Eyvindi boð um vorið og beiddi hann að smiða sér
hskiróðrarbát góðan. Eyvindur kom inn að Arnarnesi
og setti smíðiua á stofn. Efni voru öll góð og gnæg.
Bóndi biður Eyvind að laga svo bátinn, sem bezt geti
verið til gangs, svo hann væri jafn i skriði fiskibát
þeim, er Eyvindur átti sjálfur, og mun eg því drjúg-
legar leysa smiðalaun, sem betur lætur að geði minu.
Eyvindur mælti: Kost geri eg þér á því bóndi, ef þú
undirgengst það heiti og efnir síðan að leggja aldrei
í kappræði við mig á sjó, hvar sem hittast kynnum,
þvi eg vil einn afburð eiga. Bóndi játti því. Síðan hóf
Eyvindur smíðið; stendur nú kjölurinn i stokkasporum
og komnar við kjalsíðurnar; kom uú að því að laga
vinduhálsana að framan, hverjir jafnan að miklu leyti
ráða síðan löguu skipsins um brjóstin og myndar nú
Eyvindur hálsana og festir þá að eins lauslega báðu-
meginn; sfðau gengur hann nokkur fet fram undan og
leggst niður á grúfu, gónir um stund framan undir
smíðina, stendnr upp síðan og mælti, svo stúlka nokk-
ur heyrði: Ekki skal eg eiga það uodir djöflinum hon-
um Jóni að engu mismuni. Síðan tekur Eyvindur háls-
ana frá, og dregur með heflinum tfu spánu af hverjum
hálsinum og neglir síðan fasta. Nú fullgerist báturinn
og er mjög fagur. Bað var eitt sinn um sumarið, að
þeir Eyvindur og Jón bóndi hittust á fiskimiðum í
róðri, hvor á sinum bát, jafnliðaðir báðir. Þá mælti
Jón : Nú væri gaman Eyvindur, að við reyndura klára
okkar á spretti og sjá, hvor betur rynni. Þá mælti Ey-
vindur; Þess varði mig snemma, að þú mundir svik-
ull vera, eður manstu ei skilmála vora, en þó mun eg
ekki undan skorast. Síðan mörkuðu þeir skeiðið hálfa
viku sævar; var nú dálpað í árum samsíða og tekinn
snertiróður; sóttu hvorir af öllu megni, en svo lauk á
skeiðsenda, að Jóni var skotið aptur fyrir (að menn