Blanda - 01.01.1924, Síða 108
102
ályktuðu) um 30 faðma, og mundu þvi valda spænir
þeir, er Ey vindur dró af hálsunum, og kom hér að þvi,
sem mælt er, að illt er að sjá við hags manns högg-
um; var jafnan fátt með þeim bændum siðan.
Nokkru eptir þetta er svo frá sagt, að um suraar
sáu menn frá Arnarnesi snemma dags, að hvalfiskur
einn geysimikill flaut ofansjávar inn á Arnarnessvík,
og ætluðu menn, hann mundi dauður vera. Lá hann
þar hræringarlaus 3 dægur. Jón bóndi gaf sig lítt að;
þó kom svo um siðir, að honum varð forvitni að vita,
hverju sætti, og lætur setja fram bát sinn þann nýja.
Var Jón við 5. mann. Hann lét snúa skutstafni frá
landi og hamla aptur á bak fram að fiskinum, en er
þeir voru nærri honum komnir, deplaði fiskurinn aug-
um og sökk með sama. Jón sneri strax við og bað að
taka lifróður i land, en i sama bili kom fiskurinn upp
milli þeirra og lands og varði þeim landið, hvar sem
á var leitað. Gekk þetta um daginn inn með öllu landi,
meðan fjörðurinn vannst, og norður eptir með allri aust-
urströnd og loksins út fyrir framan Látur. Voru menn
þá að þrotum komnir; var nú litillar landtökuvon frara-
ar, þar björg og firnindi taka við. J?á segir Jón við
menn sína, að nú væri engin úrræði eptir utan að
halda beint i land á fiskinn upp á líf og dauða. Var
svo gert og varaðist fiskurinn það ekki, og tafðist að
snúa sér við, en er báturinn kenndi niðri að framan
var fiskurinn svo grunnt, að hann beit af kjalarhælinn,
og rann síðan til hafs. En þeir Jón tóku hvíldir, og
urðu sumir af þeim aldrei jafngóðir siðan, og var bát-
ur sá síðan kallaður Snarfari, og sá eg af honum eyfi,
þá eg var ungur við Eyjafjörð, mjög prýðilegan að
lögun og vöndun allri.
Eyvindur duggusmiður bjó nokkra tið þar nyrðra
eptir fóður sinn. Varð bonum mjög féfátt og loksins
varð haun öreigi. Var hannn maður kappslullur og