Blanda - 01.01.1924, Page 109
103
hinn þrályndasti, átti því jafoan í deilum og málaferl-
um, og það við sór æðri menn; varð þvi févani og
tapaði áliti sinu, og mátti svo kalla, honum væri ei
lengur vært hér í Norðurlandi. Varð hann loksins á
flækingi um Eyjafjörð og Skagafjörð og útnes. Það
bar til eitt sinn, að Eyvindur fór út um Reykjaströnd
i Skagafirði1). Þá var að Fagranesi prestur sá, er
Þorkell fhót) Þorsteinsson2). En á Sjávarborg bjó i
þann tima Guðmundur Bergmann Steinsson biskups,
fyrrum skólakennari að Hólurn3). Guðmundur átti ferð
norður í Sævarlandsvík að sækja bát, er hann haíði
þar keyptan, og var i fór með honum Sigfús Berg-
mann, bróðir hans, þá að mestu útlærður úr Hólaskóla,
og tveir menn aðrir. Þeir Guðmundur komu til baka
inn um Fagranes á sunnudagsmorgunn; skyldi messað
um daginn. Þeir Guðmundur gengu upp til kirkjunn-
ar, og var á Guðmundi svo mikil heimfýsi, að hann
eirði lítt, og beiddi prest sem mest að flýta embættis-
gerð, og var naumast, að hann héldist við í kirkju á
meðan á messu stóð. Prestur átti jafnframt ferð iun í
Borgarsókn til embættisverka, og réðst því til ferðar
með þeim Guðraundi, með því Gönguskarðsá var lítt
eður ekki fær. Þennan dag er Eyvindur þar staddur
fótgangandi, og róðst til ferðar með þeim Guðmundi
og presti. Fóru þeir allir af stað strax eptir messu
niður að sjónum, þar báturinn var, en er þar kom gætti
Eyvindur þess, að hann hafði í ógáti skilið eptir heima
á staðnum vöttu sína, og beiddi menn stanza, meðan
°hann i skyndi hlypi heim að sækja vettina; þeirjáttu
því, en er Eyvindur kom til baka, voru farmenn komn-
1) Hann var þá um það skeið (1723) til lieimilis á lng-
veldarstöðum.
2) Leiðr. fyrir: (eg meina) Guðmundarson í hdr.
3) Guðmundur var þá skólameistari þar.