Blanda - 01.01.1924, Side 110
104
ir frá landi og Dokkuð íbd á vikina; logn var á ajó-
inn og veður gott. En hvernig sem þeim atburðum
hefur háttað verið, vita menn ekki glöggt, að undir
þeim hvolfdi inn á vikinni; týndust þar msnn allir;
rak þá alla af sæ viðsvegar skömmu síðar við Reykja-
strönd, Guðmund siðastan þeirra norður í Málmey, og
var þá mjög etið hold af honum, og þótti mönnum
sem selur mundi etið hafa, og þannig raetzt hafa spá-
mæli Benedikts valdsmanns Bechs1 2). Likama prests
rak hvergi upp að svo stöddu, og var viða leitað með
sjóaratröndura. Á þessum tima hélt Sauðanesstað á
LaDganesi austur séra Árni Skaptason. Höfðu þeir séra
Þorkell á Eagranesi verið skólabræður og vinir miklir.
Er svo mælt, þeir hafi bundizt heiti þvi hvor við ann-
an, að hvor þeirra, sem lengur lifði, skyldi syngja yfir
hinum og kasta moldu á. Sýnist sem hér hafi fylgt
full alvara, þvi að réttum mánuði liðnum frá drukkn-
un séra Þorkels fannst hann rekinn af sjó upp i fjöru
á Sauðanesi eystra') í öllum klæðum sinum, óskertur3).
Þekkti Réra Árni hann af andlitsfalli sem og handbók
hans, er var í kjólvasanum, og gullhring þeim á hendi
var og Árni prestur hafði gefið honum, og gerði hann
útför prests hina virðulegustu, og ræddi yfir liki hans
svo snjallt, að enginn þóttist jafn vel heyrt hafa, þvi
þeir frændur voru margir sterkgáfaðir.
Nú er að segja frá Eyvindi, að eptir atburði þessa
lét hann berast austur á land. Var hann viða nafn-
frægur að iþrótt sinni, en óvirðing hans þar litt kunn-
1) Hér mun málum blandað og átt við forspá Jóns Steins-
sonar, bróður Guðmundar, um Benedikt Bech.
2) Það var 3 mánuðum eptir drukknun hans, því að séra
Þorkell drukknaði 9. mai, en var greptraður á Sauðanesi
4. ágúst (1723).
3) Þuð mun tæpast rétt, því að annarsstuðar er sagt, að
likið hafi verið mjög skaddað, og jafnvel höfuðlaust.