Blanda - 01.01.1924, Page 112
106
Jón Sigurðsaon honum fyrir ill orð til kóngsins, en
prestur sá avo til, að háreysti mikil varð á hlaðinu,
svo ei hevrðist stefnan inn i dyralopt, þar Eyvindur
lá, og andaðist strax þar eptir. Fleira sennnilegt höf-
um vér ekki heyrt frá Eyvindi duggusmið. Varð hann
maður ekki mjög gamall, og var líf hans jafnan hröslu-
legt, en maðurinn þó að hinu flesta mikilmenni.
[Her lýkur frásögn Bólu-Hjúlmars í Lbs. 2006 8vo, en
með þvi að hér er mjög stutt og ónákvœmt yfir sögu farið,
einkum um málaferli Eyvindar, lief eg ritað dálitið nánar
um þennan einkennilega mann, liinn síðari hluta æfi hans,
eptir sannsögulegum heimildum. H. Þ.].
II.
VJðauki Eyyindarsðgu.
[Eptir ýmsum óprentuðum heimildum1).
Eyvindur kvæntist nyrðra Þórunni (f. um 1688) dótt-
ur séra Sæmundar Hrólfssonar i Stærraárskógi (ý 1738)
af ætt Hrólfs sterka, og systur séra Eggerts á Uudir-
felli (ý 1781), móðurföður Þóru Brynjólfsdóttur, móður
Péturs biskups og þeirra systkina. Voru þeir feðgar
séra Sæmundur og séra Eggert allmiklir fyrir sér og
ófyrirleitnir. Hafði séra Sæmundur kært tengdason sinn
fyrir kirkjuvanrækslu, og að hann vildi ekki hlita
árainningura sinum, en þeir sættust á prestastefnu á
Flugumýri 15. sept. 1716, og lofaði þá Eyvindur að
bæta ráð sitt. Siðar leutu þeir feðgar i áflogamáli
1722 við Finnboga Jörundsson, bónda i Hrisey, skömm-
uðu hann óbótaskömmum og börðu til skemmda. Urðu
1) Hinar helztu þeirra eru: Bréfabækur Jóns biskups Arna-
sonar og Lafrentz umtmanns, sérstakar dómsgerðir og ýms
önnur skjöl, einkurn í Þjóðskjalusufninu. Hef eg víðast hvar
sleppt tilvitnunum í heimildirnar til styttingar.