Blanda - 01.01.1924, Page 113
107
þeir feðgar fyrir sektum allmiklum og séra Eggert þó
meir, og hljóp þá EyvÍDdur mágur hans undir bagga
með honum að greiða sektina. En um þær mundir
8litnaði samt upp úr hjónabandi Eyvindar og Þórunn-
og skildu þau samvistir, þvi að Eyvindur hafði
átt barn framhjá. Voru þau hjón skilin með dórai 27.
sept. 1724, og flakkaði Þórunn eptir það víðsvegar um
land með dóttur sina Karitas Guðmundsdóttur, er hún
bafði átt, eptir að þau Eyvindur «kildu Staðnæmdust
þ»r mæðgur loks vestur i Dölum. og lifði Þórunn fram
yfir 1760, en Karitas varð úti i Máfahliðarplássi 19'
apríl 1780, með einu barni sínu. 28. ágúst 1724, mán-
uði áður en þau Eyvindur og Þórunn voru dæmd í
sundur, setti Fuhrraann amtmaður hann sýslumann í
Húnavatnssýslu, þá er Jóhanni Gottrup var vikið frá
um stundarsakir. En þótt sýslumennska Eyvindar yrði
ekki löog, því að Jóhann tók aptur við þegar um
haustið (i nóvember) s. á., þá sýnir þetta ljóslega, að
Eyvindur heíur verið talinn hæfileikamaður og vel viti
borinn, en um kapp hans og dugnað þurfti ekki að
efast. Hin siðari malaferli hans sýndu einnig, að ekki
var við lambið að leika «ér, þar sem hann var, og að
hann skorti hvorki vit nó viljaþrótt, þótt tekinn væri
þá að eldast. Var hann bæði aðfaramaður mikill og
harðfengur og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
Hann var rúmlega fimmlugur, þá er hann varð klaust-
urhaldari á Kirkjubæjarkla'ustri 1729, er þeir tsleikur
Ólafsson og Sigurður Kálfsson fengu lausn frá þvi um-
boði, og tók Eyvindur við klaustrinu 1730. Þá var
séra Einar Hálfdanarson, faðir meistara Hálfdanar skóla-
meistara á Hólum, sóknarprestur þar, allvel lærður
maður1) og fjölfróður, en sérvitur allmjög og óþjáll í
1) Jóni biskupi Arnasyni var illa við furnfrœðagrúsk síra
Einars, er kvæntur var systurdóttur hans, og kallaði það
nandskotans sæði“.