Blanda - 01.01.1924, Page 117
111
prófastur Sigurðsson á títal'affllli prestastefnur á Kirkju-
bæjarklaustri 11.—14. des. 1734 og aptur 4.-9. maí
1735. Einnig hélt Jón sýslumaður í>or.steiusson rann-
sókn i málinu á Kleifum undir Fjalli 24. jan., 21. apríl
og 9.—10. júní 1735. Sannaðist lítið á séra Einar og
úrskurðaði prófastur honum synjunareið : að hann hefði
ekki fellt niður neitt helgað brauð eða vín, og vann
séra Einar þann eið. En um messuföllin 1730 vitnað-
ist, að prestur hefði það sumar farið i lestaferð út á
Eyrarbakka, svo á alþing og siðan lieirn, messað tvisv-
ar á klaustrinu og einu sinni í Asum, rekið svo slát-
urfé til Hafnarfjarðar, ásamt fleiri prestum úr Skapta-
fellssýslu, þaðan farið til kvODÍangs í Skálholt, og orð-
ið að dvelja þar hálf'an mánuð, en messað undir eins
og hann kom austur með konu sina. Fóll því það kæru-
atriði niður, en þá var eptir um „uppsöluna" á préd-
ikunarstólnum á páskadaginn, en það skýrði prestur
svo, að hann hefði haft nábit, og því spýtt frá sér
framar venju.
Áður en málið kom fyrir alþingisprestastefnu sigldi
Eyvindur til Danmerkur í september 1735, bæði til að
tryggja sér klausturumboðið og til þess að fá konuDgs-
leyfi til að mega vera til altaris hjá öðrum presti, en
séra EÍDari, og það leyfi fókk hann 23. april 1736,
en tekið fram, að það gilti meðan mál þeirra stæðu
yfir. Kom Eyvindur út aptur 1736, og var þá mál
hans og séra Einars dæmt á alþingisprestastefnu 16.
júli s. á. JPar vann séra Einar þann eið, að bann hefði
verið alveg ódrnkkinn i messunni á páskadaginn 1731,
og að hann hefði aldrei drukkinn verið í embættisgerð
sinni, síðan hann tókst prestsembætti á hendur. Var
1 hndr. til fútækra prestekknu. og 1 hndr. i málskostnað,
en séra Loptur vildi ekki sættast og var dæmdur til að
greiða 30 álnir til prestekkna og i hndr. i málskostnað.