Blanda - 01.01.1924, Page 119
113
dæmdi svo í þessu illyrðamáli 15. okt. 1737 og sekt-
aði Eyvind um 80 álnir til fátækra, en dæmdi séra
Einari 80 áluir. Var séra Einar óánægður með dóminn
og áfrýjaði honum, en fékk ekki dóm i lögréttu (19.
júli 1738) um meinsærisaðdróttun Eyvindar, þvi að
um það yrði ekki dæmt, fyr en kæstaréttarúrskurður
væri faliinn um eiða séra Einars fyrir prófasti og á
alþingisprestastefnunni. En að öðru leyti var dómi
Bjarna sýslumanns breytt séra Einari í vil, svo að Ey-
vindur áfrýjaði þeim lögmannsdómi til yfirréttar, og
var málið þar dæmt 28. júlí 1739 á'líkan hátt og í
lögmannsdómnum. En af því að lögmaður hafði frest-
að dómi um meinsærisaðdróttunina, þá fékk séra Ein-
ar það atriði ekki dæmt í kæstarétti 1740, er aðalmál.
ið kom þar fyrir. Sigldi séra Einar með Eyrarbakka-
skipi haustið 1739, og var í Höfn um veturinn (1739
—1740) og þeir Eyvindur báðir. En um vorið 18. maí
1740 féll dómur í hæstarétti, og var alþingispresta-
stefnudómurinn staðfestur að miklu leyti, en málskostn-
aður látinn niður falla á báðar hliðar. Var og Eyvind-
ur sýknaður af öllum kærura séra Einars, því að hann
fékk ekki dæmt um meinsærismálið, eins og áður er
sagt) °g gat því ekki krundið þvi illmæli af sér. Varð
séra Einar því hart úti í þessum viðskiptum við Ey-
vind, og þótti bíða fremur ósigur i málunum, en kafði
miklu fé kostað til utanfararinnar og til að verja sig
i málastappi þessu undanfarin ár. En Jón biskup kvað
prest mega þakka guði auðmjúklega fyrir, að hann
kefði frelsað hann frá gini ljónsius (þ. e. Eyvindi), og
réð honum (i bréfi 27. okt. 1740) að una þessum
málalokum og hætta erjum við Eyvind, en prestur átti
erfitt með það, því að hann þóttist hafa farið varhluta.
Eptir að dómur var fallinn i hæstarétti fékk Eyvind-
ur enn á ný konungsleyfi 20. júní 1740, að hann mætti
vera til aitaris hjá öðrum presti en séra Einari, með-
Blanda III. 8