Blanda - 01.01.1924, Page 121
115
hvers vegna séra Einar sé að skrifa sér um þetta
franjar, eins og hann sé sjúkur af hefndargirni, og
eiri þvi illa, að Eyvindur standi ekki opinberar skript-
ir. „Eg hef sagt yður til forna“ segir biskup, „að þér
megið þakka guði fyrir, að þér sluppuð fyrir utan van-
virðu frá Eyvindi, og látið það vera merki til þakk-
lætisins að melta með yður þolinmóðlega það sem yð-
ur virðist hann hafa gert yður rangt til“. Þetta voru
siðustu tillögur biskups í deilum þeirra Eyvindar, og
virðist séra Einar hafa tekið þann upp, að fylgja þeim,
þá er biskup var látinn, og þaðan var ekki lengur
trausts að vænta. Og það er vist, að séra Einar og
Eyvindur hafa skömmu siðar sætzt heilum sáttum, ept-
ir 10 ára látlausar, harðskeyttar og kostnaðarmikl-
ar deilur.
Svo er að sjá, sem séra Eiuar hafi heldur styrkt Ey-
vind í hinu siðasta máli hans, er hann átti við tengda-
son sinn Jón Sigurðsson í Holti í Mýrdal, kapp-
gjarnan mann, harðlyndan og óvæginn, og þá á
bezta skeiði. En orsök þessa ófriðar var sú, að Ey-
vindur hafði á alþingi 19. júli 1745 undirskrifað samn-
ing um uppgjöf á hálfu Kirkjubæjarklaustri til handa
Jóni, og Jón fengið staðfestingu amtmanns fyrir. En
Eyvindur þóttist hafa verið tældur til þessa samnings
af Jóni og Bjarna sýslumanni Nikulássyni, og vildi
því ekki fullnægja samningnum, er þeir sýslumaður og
Jón komu austur þangað 1. okt. s. á., og lenti þá i
8kömmum og áfiogum milli þeirra Jóns og Eyvindar,
barði Jón tengdaföður sinn og brauzt inn í hús til
hans (i skemmu á klaustrinu), því að Jón var ofsa-
fenginn og alldrykkjugjarn, en Eyvindur óprúttinn og
frekur, og ekki svo hætt við að glúpna, þótt gamall væri.
Stefndu þeir svo hvor öðrum til Kleifaþings, og stóð
það réttarhald frá 25.—27. okt. 1745. Þóttist Eyvind
ur ekki ná þar rétti sinum fyrir ofsa Jóns og hlut-
8*