Blanda - 01.01.1924, Page 123
117
og 60 álnir i málskostnað til Jóns tengdasonar sins.
En sakir þess, að sýslumaður hafði ólöglega vísað
irá vitnum þeim, er Eyvindur ætlaði að leiða á
Kleifarþingi um húsbrot Jóns Sig. 1. okt. 1745 á
klaustrinu, skyldi sýslumaður greiða 1 hndr. til Hörgs-
landsspitala og 1 hndr. og 60 áluir Eyvindi, og láta
yfirheyra vitnin.. Áfrýjaði Eyvindur þá þegar alþingis-
dómi þessum til yfirróttar, því að hann hafði beðið
ósigur t aðalsökinni, og hefði orðið að sleppa hálfu
klaustrinu við Jón, samkvæmt dómnum. En þá leysti
dauðinn hann frá öllum frekari vandræðum. Heíur Ey-
vindur riðið sjúkur heim af þingi, og lagðist svo í
banasótt sinni, er heim kom, bað þá séra Einar að
þjónusta sig, er hann mun hafa gert, og biðja síðan
fyrir sér i kirkjunni, og andaðist svo rólega* 1). Mun
það hafa verið í ágústmánuði. Var Eyvindur þá nær
sjötugur (68 ára gamall) og hafði margan brattan far-
ið um dagana, og lítt látið undan hefjast að óreyndu
fyrir árásum, enda fær í flestan sjó, og hin mesta hetja
við hvað sem var að etja. En ódæll nokkuð og óþýð-
ur mun hann hafa verið i skapsmunum, og ekki harla
mjúkur á manninn, er honum mislikaði. En enginn vafi
er á þvi, að Eyvindur hefur verið mikilmenni á marga
lund og mikið i manninn spunnið, þótt þverbrestir
1) Frá þessu skýrir séra Sígurður Jónsson í Holti í bréfi
til Magnúsar lögmanns Gíslasonar 2. sept. 1746 (Þjskjs. A.
95) og bœtir við, að Eyvindur hafi gefið Nikulúsi syni sín-
um um 5 hndr. úr fé sínu, og sé það komið í vörzlur séra
Einars, er ekki muni „tetla sér að verða afundinn við þann
aumingja“ segir séra Sigurður. Sögnin um stefnulestur Jóns
i Holti yfir tengdaföður sinum í banalegunni er líklega al-
veg sönn, og eins, að séra Einar hafi hindrað það, að Ey-
vindur heyrði stefnuna, því að þetta hvorttveggja er almenn
sögn, og staðfestist að vissu leyti af sannsögulegum heim-
ildum, {>. e. deilum Jóns og Eyvindar.