Blanda - 01.01.1924, Page 126
Æfiágrip
Guðmundar „Iæknis“ Guðmundssonar
norðlenzka.
Hann er fæddur á Víðivöllum i Miklabæjarsókn í
Blönduhlið, á 25. sunnudag eptir trinitatis, 10. nóv-
ernber 1799, sem þá var þriðji sunnudagur í vetri.
Foreldrar lians voru hjónin Guðmundur Arnason og
Hólmfríður Jónsdóttir; þau hjón voru þar þá vinnuhjú
og giptust þar 16. október, það sama haust. Ekki verð-
ur neitt sagt ura uppvöxt Guðmundar, en hann kom
fulltíða maður norðan úr landi að Felli i Tálknafirði,
og var þar einn vetur, en fór þaðan að Haukadal í
Dýrafirði, til Ólafs gamla Jónssonar, sem þá bjó þar;
lagði hann þá hug á Guðnýju, dóttur Ólafs, sem þá
var lítið komin yfir fermingaraldur, en ekki þótti Ólafi
það gjaforð álitlegt íýrir dóttur sína, og var Guðnýju
þvi komið að Rafnseyri í Arnarfirði, til Sigurðar próf-
asts Jóussonar, föður Jóns forseta, og dvaldi hún þar
um hríð. Hún giptist síðar, 22. ára gömul, 14. sept.
1838, Ólafi Jónssyni á Auðkúlu i Arnarfirði; bjuggu
þau hjón þar siðan til dauðadags og áttu mörg börn
og afkomendur.
Þegar Guðný var komin að Rafnseyri, þá vildi Guð-
mundur ekki vera lengur í Haukadal, er hann sá, að
sér var meinað að ná ásturu hennar, og flutti hann sig
þá að Meðaldal, sem er næsti bær fyrir innan Hauka-
dal, og dvaldi hann þar um hríð, en það varð