Blanda - 01.01.1924, Page 127
121
11. júní 1834, að Sveinn gullsmiður Þorvaldsson í
Hvammi í Sandasókn andaðist; var hann fyrri maður
Rannveigar Hjaltadóttur prófasts frá Stað í Steingríms-
firði; þá var Rannveig (fædd 2. mai 1801) 25 ára göm-
um, er hún giptist Sveini 22. ágúst 1826; þau áttu
saman 5 börn, og var eitt þeirra Guðrún, fædd 16.
sept. 1833. Hún varð kona Einars eldra, rokkasmiðs
i Hvammi i Dýrafirði, Magnússonar i Skáleyjum, Ein-
arssonar tir Svefneyjum. Þau Guðrún og Einar gipt-
ust 9. okt. 1858, og bjuggu i Hæsta-Hvammi til þess
Einar dó þar 24. júni 1901 (f. 24. nóv. 1823), en
Guðrún lifði þar ekkja eptir mann sinn, til þess hún
dó þar 8. marz 1915. JÞau hjón áttu mörg börn. Vor-
ið eptir það Rannveig Hjaltadóttir missti Svein mann
sinn flutti Guðmundur frá Meðaldal til hennar að
Hvammi 1836, sem ráðsmaður fyrir búi hennar, en þá
hafði Jón Sveinsson á Skálanesi i Gufudalssveit misst
konu sína, Margréti Gísladóttur frá Gröf í Þorskafirði,
systur Einars hins fræga smiðs á Sandnesi á Selströnd,
og þeirra mörgu Grafar-systkina. Jón Sveinsson var
smiður góður og röskleikamaður í hvívetna, búnaðist
vel og var jafnan mikils metinn í sveit sinni. Leitaði
hann nú vestur í Dýrafjörð til eiginorðs við ekkjuna
Rannveigu í Hvammi, og giptust þau Jón og Rann-
veig 11. nóv. 1837; bjuggu þau síðan í Hvammi
til þess Jón dó þar 19. júlí 1871, 69 ára, en Rann-
veig lifði þar síðan hjá dætrum sínum til þess hún dó
8. marz 1880. Dóttir þeirra Jóns og Rannveigar var
Ingibjörg, er dó 23. sept. 1893, fyrri kona Kristjáns
Einarssonar bónda i Hvammi; af börnum þeirra kom-
ust tvær dætur til þroska og giptust.
Ekki var Guðmundur nema eitt ár í Hvammi, því
þegar þau Jón og Rannveig höfðu bundizt eiginorði,
brá hún búi í Hvammi vorið 1836 og fluttist suður
að Skálanesi til Jóns, en siðan fluttu þau aptur á eign