Blanda - 01.01.1924, Síða 128
122
hennar i Hvammi 1842, og bjuggn þar síðan til dauða-
dags, sem fyr er sagt. En það er frá Guðmundi að
segja, að hann flutti frá Hvarami, síðla vetrar 1836, að
Sæbóli á Ingjaldssandi, og réðst til vistar með Móisesi
bónda, er þar bjó, Jónssyni frá Meirihlíð i Bolungar-
vík Snæbjörnssonar i Ögri, Kolbeinssonar frá Ósi,
Kona Jóns og móðir Móisesar var Jóhanna, dóttir Jóns
Sveinssonar i Tjaldanesi i Saurbæ og Elínar Einars-
dóttur Strandasýslumanns Magnússonar. Kona Móises-
ar var Vigdis (fædd 10. okt. 1797) Guðmundsdóttir
bónda á Hóli i Önundarfírði, Guðmundssonar, þess er
fórst í snjóflóði á Klofningsheiði, milli Önundarfjarðar
og Súgandafjarðar, Sveinssonar. Móises var bróðir Jó-
hanns á Hanhóli í Bolungarvík, er þar bjó lengi, og
margt manna er frá komið við Ísafjarðardjúp; þóttu
þeir frændur allir gildir fyrir sér og hínir röskustu til
sjóferða; hafa afkomendur Jóhanns á Hanhóli verið i
Bolungarvik allt til þessa og mætti margt frá þeim
segja. Móises bjó á hálfu Sæbóli á Ingjaldssandi, móti
Jóni Bjarnasyni, sem þar hafði búið allt frá 1821, en
Móises byrjaði þar búskap 1822. Eæðingardagur og
ár Móisesar finnst ekki, en líklega er hann fæddur í
Ögursveit, þar sem faðir hans var fyrri part æfi sinn-
ar, en kirkjubækur Ögurþingaprestakalls frá þeim ár-
um eru nú tapaðar; en Móises er orðinn fyrirvinna í
Hlið i Bolungarvík, 22 ára gamall, þegar hann gipt-
ist þar 28. sept. 1818, Vigdisi Guðmundsdóttur, vinnu-
konu þar, sem þá er lika talin 22 ára; þá hefur Mó-
ises verið þar fyrirvinna hjá Jóhönnu móður sinni, því
Jón Snæbjörnsson, maður hennar, dó i Meirihlið 21.
júlí 1816, 55 ára gamall, meir en tveim árumfyren
Móises kvæntist.
Þegar Guðmundur var fyrir fáum dögum kominh
til vistar að Sæbóli, bjóst Móises til ferðar i hákarla-
legu, sem vani hans var á vetrum, og nágrannar