Blanda - 01.01.1924, Qupperneq 129
123
þar af Ingjaidssandi hásetar hans, en nú ætlaði hann
ekki að fara sjálfur í leguna, heldur láta Guðmund
fara i sinn stað, með mönnum sínum, sem bæði voru
þaulvanir þeim ferðum og gerkunnugir hákarlamiðum
en Guðmundur þá á léttasta skeiði, og úrræðagóður,
enda var hann fús til fararinnar, en þegar hásetar voru
allir komnir til skips og í fj'öru niður, þá afsögðu þeir
að fara, nema Móises kæmi með, og fylgdi sjálfur skipi
sínu, og varð þá svo að vera, en með þvi Móises var
þá ekki viðbúinn til þeirrar farar, hafði hann ekki
haft með sér tóbak sitt til svo langs tíma, og fékk
Guðmundur honum tóbak sitt og tóbaksdósir til farar-
innar, því báðir brúkuðu þeir munntóbak; þar með fékk
hann honum nesti sitt og skinnklæði, því báðir þurftu
þeir ekki að fara. Kvöddust þeir þar og sneri Guð-
mundur heim til bæjar að Sæbóli. En það er frá þeim
Móisesi að segja, að skip það kom aldrei aptur, og
týndust þar menn allir; ætla menn, að þeir haíi farizt
fyrir Sauðanesinu, sem er á milli Önundar- og Súg-
andafjarðar, og farið þar of nærri landi, en þar eru
brimboðar langt út af, þegar sjórót er og brim. I
kirkjubók Dýrafjarðarþingaprestakalls er drukknun Mó-
isesar talin 11. apríl 1836, en það var á þvi ári mið-
vikudagurinn þrjár vikur af einmánuði. í>ar týndist
Móis68 bóndi frá Sæbóli, 41 árs, og með honum: Hall-
dór Jónsson, 54 ára, Sigurður Tómasson, 28 ára, Þor-
steinn ísleifsson, 36 ára, Jón Bjarnason, 47 ára, allir
vinnumenn frá Sæbóli, Jón Þorgrímsson, bóndi á Álfadal,
25 ára, Teitur Jónsson, bóndi á Brekku, 43 ára, Árni
Mahalaleelsson,48 ára, og Sigurður Jónsson, 36 ára, báð-
ir vinnumenn á Brekku, sá 10. var Jón Jónsson, vinnu-
maður frá Yillingadal, 27 ára. Lik þeirra Halldórs og
Sigurðar, vinnumanna frá Sæbóli, fundust löngu síðar
um vorið, en lík Teits frá Brekku fannst um haustið
•eptir í september. Lik hinna fundust ekki. Það er almenn