Blanda - 01.01.1924, Síða 131
125
ur á Þingeyri. 3. Sigurður Kristinn Guðmundur, fædd-
ur 25. nóv. 1885, lærði farmannafræði, var síðast skip-
stjóri búsettur í Reykjavík, drukknaði nólægt landi
hér 1912 á þilskipi, með timburfarm frá Svíaríki, tví-
giptur, 27 ára gamall. Móises Móisesson dó hjá Nat-
anael syni sínum á Þingeyri 8. febrúar 1918, þrotinn
að heilsu, en var áður röskleikamaður, og jaínan afla-
sæll af sjó, trygglyndur og drengur góður.
Þegar Móises á Sæbóli var fallinn frá, varð Guð-
mundur fyrirvinna og ráðsmaður Yigdisar. Tók hann
þegar við öllum umráðum bússins, þó Vigdís væri tal-
in fyrir búinu það ár. Voru þá 15 manns á framfæri
þeirra og það flest ungmenni, en 4 kýr voru á búi,
leiguær þser, sem jörðinni fylgdu, 16 sauðir, 5 geml-
ingar og eitt róðrarskip. Vorið 1837 er Guðmundur
talinn fyrst búandi á Sæbóli og þá telur hann fram
til tíundar um haustið 3 kýr, hálft naut, 14 sauði, 9
gemlinga, 2 hross og hálft skip, en 12 manns í heim-
ili. Á þessu sama hausti, 9. september 1837, gekk
hann að eiga ekkjuna Vigdísi, húsmóður sina, og tók
þar með að sér öll börn hennar. Á næsta vori, 1838
fluttist að Sæbóli Guðmundur Bjarnason, bróðir Jóns
Bjarnasonar, sem þar bjó í sambýli við Móises; varð
þar þá þribýli, og þó Sæból sé allgóð jörð, þá þrengdi
það mjög að Guðmundi, en um hin næstu ár heíur hann
þó haft þar sama skepnufjölda og áður, eptir því sem
séð verður af hreppsbók Mýrahrepps, en erfiðara átti
hann þá að framfæra fjölskyldu þá alla, er hann hafði
til umsjónar, því jafnan voru hjá honum 12 manns í
heimili, en aldrei var þar skortur í búi.
Á þeim árum, og löngu síðar var litið um lækn-
ishjálp á Vestfjörðum; þeir fáu læknar, scm voru með
höppum og glöppum, voru í þeirri fjarlægð frá flest-
um, að engum gat dottið i hug að vitja þeirra, enda
mátti segja, að enginn læknir væri fyrir vestan Gils-