Blanda - 01.01.1924, Síða 132
126
fjörð, frá því Jón Einarsson á Ármúla, er menn köll-
uðu „Kýrurgus11, fékk lausn 1811, ogallt til þess 1863,
að Þorvaldur læknir Jónsson kom á ísafjörð. £>á út-
lendu lækna, sem þar voru til málamynda settir, var
alls ekki að nefna til neins. Alþýða manua í þá daga
skildi þá ekki, og þeir skildu ekki alþýðu, enda reynd-
ust þeir verri en sumir skottulæknar, sem aldrei höfðu
neitt lært- Þetta sá og fann allur þorri manna sárt til,
og því fóru nokkrir alþýðumenn á.sumum stöðum að
leitast við að lina þjáningar manna og hjálpa í upp-
áfallandi tilfellum. Guðmundur var að upplagi hjálp-
samur og góðviljaður, skarpgáfaður og eðlisvitur, kunni
ráð við mörgu, enda námfús og að mörgu framar en
alþýða manna i þá daga. Hans var snemma leitað, þeg-
ar eitthvað þótti vandasamt, og eins i sjúkdómstilfell-
um kringum hann. J>etta varð til þess, að hann fór að
lesa þær fáu og torfengnu lækningabækur, sem hann
gat i náð. Dönsku lærði hann að lesa og skilja til-
sagnarlaust, og komst yfir nokkrar lækuingabækur á
því máli, með aðstoð mætra manna. Sá, sem þetta rit-
ar, sá hjá honum á siðustu æfiárum hans danska lækn-
ingabók, sem hann hafði íengið frá Jóni landlækni
Dorsteinssyni, senda að gjöf, og stóð á henni nafn
Jóns lanalæknis, með eiginhendi hans. Lækningabók
Jóns Péturssonar hagnýtti haun mjög, og ljósmóður-
fræði, eins og hún var á þeim tíma, las hann, og nú
fór hann að stunda lækningar og blóðtökur; heppnað-
ist honum það mjög vel, og var hans leitað víðsvegar
að úr vesturfjörðum og frá ísafjarðardjúpi. Pékk hann
brátt mikið orð á sig fyrir lækningar sínar, og tók
stundum sjúklinga til sín á heimili sitt. Til eru enn
slitur úr dagbókum hans, og sést þar sumstaðar, hver
meðul og ráð hann hefur haft við ýmsum sjúkdómum,
og ber það allt vott um furðugóða þekkingu í þeim
efnum, og ýtarlega nákvæmni og vilja að hjálpa, og