Blanda - 01.01.1924, Page 133
127
þrátt fyrir misjafna dóma um hann, þá hefur enginn,
ekki einn einasti maður, getið annars, en að hann haíi
lagt sitt ýtrasta til að líkna öðrum, og það opt með snilld.
Ekki leið á löngu, áður en þeir Jón og Guðmundur
Bjarnasynir á Sæbóli tóku að ýfast við Guðmund, og
vildu fá hann á brott frá Sæbóli, með því að þeim
lék öfund á um vinsældir hans og velgengni. Þröng-
býlt var á Sæbóli fyrir þrjá búendur, en Guðmundur
vildi ekki þola yfirgang og áleitni annara. Taldi Jón
Bjarnason hann mjög á það, að taka upp nýbýli i
Nesdal, sem Sæbólsmenn hafa um langt skeið eignað
eér, og það ranglega, en það er dalur, sem liggur upp
i Barðann (nesið milli Onundar- og Dýrafjarðar). Dal-
urinn er langur og allgrösugur, og eiga margar kirkj-
ur þar beitarítak, eptir fornum má'dögum; vita meun
með vissu, að þar var byggð og býli iram yfir lok 14.
aldar, eða til Svartadauða (1402), því i máldaga Mýra-
kirkju frá 1397 er sagt, að sú kirkja eigi allar fjöru-
nytjar að helmingi írá Haukslæk, og til þess er sér
mann úr skáladyrum i fjöru í Nesdal, að hálfföllnum
ajó, og hefur þá verið þar byggð. Guðmundur var stór-
huga og vildi ekki búa við undirokun og rangindi;
réð hann því aí að taka upp nýbýli í þessum afskebkta
eyðidal og reisti þar bæ upp úr hinum fornu tóptum,
sem þar sáust þó enn; var það niður undir sjó, rétt
við ána, sem rennur úr vatni því, sem þar er fram i
dalnum. Bakkar eru þar háir fyrir ofan fjöruna og
lending góð, þegar ekki er útnorðanveður og brim.
Byggði Guðmundur þar bæ sinn haglega og húsakynni
öll þau, er hafa þurfti. Hann sleppti jörðinni á Sæbóli
vorið 1839, eu mun hafa verið þar i húsum að nokkru
leyti það fardagaár, meðan hann var að koma sér fyr-
ir í Nesdal, því það er fyrst haustið 1840, að hann
er talinn búandi í Nesdal; þá hefur hann 8 manns í
heimili, og tiundar þá 2 kýr, 1 naut, 6 ær, 6 sauði,