Blanda - 01.01.1924, Síða 134
128
8 gemlinga og 2 hesta. 1841 hefur hann 8 manns í
heimili, tíundar ] kú, 12 ær, 4 gemlinga, 2_hesta og
1 skip. 1842 er hann þar með 10 manns i heimili,
tíundar 3 kýr, 16 ær, 4 sauði, 9 gemlinga og 2 hesta.
1843 er hann þar með 13 manns í heimili, tíundar 3
kýr, 1 naut, 15, ær, 6 sauði, 12 gemlinga, 2 hesta og
I skip. 1844 er liann þar með 10 manns í heimili, tí-
uudar 3 kýr, 1 naut, 14 ær, 7 sauði, 10 gemlinga, 2
hesta og 1 skip. 1845 er hann enn í Nesdal með 10
manns í heiraili og tíundar þá 3 kýr, 21 ær, 8 sauði
II gemlinga, 2 hesta og 1 skip. IÞá er aukatillag
hans til sveitar 20 fiskar.
Af tíund Guðmundar þau ár, sem liann bjó i Nes-
dal, sést glöggt, að ef'nahagur hans heíur verið góður,
og verið í uppgangi ár frá ári. Sætir það allri furðu,
að hann skyldi geta haft 3 kýr á búi og þarfanaut,
þar sem hann kom að öliu í kaldakoli og ekki hafði ver-
ið búið þar öldum saman. En þar eru allgóðar slægjur
og sauðbeit ágæt í flestum vetrum, bæði á landi og í
fjöru. Silungsveiði er þar nokkur í vatni fram i daln-
um, og hvergi getur fiskisælli veiðistöð en þar, á
flestum timum árs. og fiskur allt vor og sumar, fram
á vetur, opt upp i landsteinum, enda var (xuðnrandur
dugnaðarmaður mikill, meðan heilsa og kraptar leyfðu,
og einkar sparsamur og hagsýnn með efni sín; gerði
þó mörgum fátækum gott og það á efri árum, þó litlu
væri þá af að miðla, og trölltryggur var hann vinum
sínum til dauðadags. Það hafa kunnugir menn sagt,
að hann hafi verið undirkominn að efnum, þegar hacn
bjó í Nesdal og jafnan þótt fornhýll, og það var lengi
siðan, eptir það hann var kominn i vesöld, að hann
geyrndi það, sem aðrir höfðu gefið honum, til þess að
gleðja með því kunningja sína, sem þá komu á keim-
ili hans.
Þegar Guðmundur var alkominn i Nesdal, þótti