Blanda - 01.01.1924, Side 135
129
þeim, sem töldu sig eiga itak til beitar þar uni skipt
við það sem áður liafði verið, því bæði höfðu þessir
ítakaeigendur rekið þangað geldneyti sin og graðunga
á sumrum, og leyft mörgum öðrum að reka þangað
fjölda fjár, naut og hross, og Sæbólsmenn og aðrir at
Ingjaldssandi höfðu haft Nesdal fyrir afrótt, um lang-
an aldur, þó dalurinn só gamalt eyðibýli, sem ekki
liggur undir neina jörð, en allan þennan fjölda fjárog
aðkomudýra rak Guðmundur af sór hlífðarlaust og
varði ábýli sitt frýjulaust sem góðum dreng sómdi.
Ekki er þess getið samt, að neinn hafi þorað að and-
mæla því opinberlega, en þungar búsifjar þóttu það
sumum, sem allt til þess tima höfðu notað Nesdal sem
eign sína, en Guðmundur hafði vinsældir margra manna
sem fjær voru, fyrir lækningar sínar og aðra hjálp-
semi. Þá bjó á Fjallaskaga Jón skipstjóri Jónsson,
faðir Búa þess, er þar bjó síðar, og fyrr er getið.
Fjallaskagi er næsti bær fyrir innan Nesdal að sunn-
anverðu, og var með þeim Jóni skipstjóra og Guð-
mundi kær vinátta, og sóttu þeir jafnau heimboð hvor
til annars, en bæjarleiðin á landi milli þeirra er hinn
niesti glæfravegur; það er snarbrött klettahlíð, afarhá,
með klettabeltum allt frá fjallsbrún niður i sjó, og verð-
ur hvergi farið nema aðeins eptir einni klettahillu,
sem heitir Surtarbrandshilla, og svo er þar tæpt á
sumum stöðum, að ekki er nema fyrir annan fót á
manni, og þá standberg að ofan, en fyrir neðan flug-
hamrar allt niður i sjó. Það var eitt sinn, að þeir Jón
°g Guðmundur voru að fara út í Nesdal, eptir Surt-
erbrandshillu, og missti Jón fótanna, þar er tæpt var,
en með þvi Guðmundur fór síðar, sá hann þegar, að
Jón var að falla niður; náði hann í einni svipan til
tans og gat haldið svo fast, að hann fór ekki lengra,
°g tókst svo hamingjulega, að hann gat komið fótum
fyrir sig, og komust þeir þannig báðir af. Sagf er, að
Balnda III. 9