Blanda - 01.01.1924, Page 136
130
Jón skipstjóri hafi gefið Guðmundi tvo sauði gamlar
á næsta vori, fyrir það handtak. Frá þessu sagði Ólöf
Guðmundsdóttir, ekkja Jóns skipstjóra, vorið 1874,
þeim er þetta ritar. Marga vini átti Guðmundur fleirir
sem hór verða ekki nefndir, og eru enn til bréf nokk-
urra þeirra til Guðmundar, sem sýna innilegt vinar-
þel til hans og þakklæti fyrir veittar velgerðir. Sum-
ir eru þar að leita ráða til hans i ýmsum kröggum
sínum og vandatnálum, sem allt sýnir mikla tiltrú til
mikilhæfs manns, enda var hann úrræðagóður og óvíl-
samur við hvern sem í hlut átti. Hann þótti stærilát-
ur og leit mikið á sig, meðan allt lék í lyndi, en hafði
líka margt sér til ágætis, var skarpvitur, hagorður og
kvað margt, þó ekki mætti það liðugt kalla, en sér-
lundaður var hann og einþykkur, en líka hreinlyndur,
og vildi engum gera rangt tii. Hann hvorki kunni eða
vildi hræsna fyrir sór verri mönnum, og allt smjaður
var honum ómögulegt, en skemtinn var hann i við-
ræðum og glaðvær við vini sina.
Meðan Guðmundur bjó í Nesdal bar þar að landi
hval, og er svo sagt, að hann hafi sent til bæja að
tilkynna hvalrekann, en þó ekki strax, þá er hvalur-
inn var að landi kominn, en þegar menn komu þang-
að á skipum til hvalskurðar, var hvalurinn allur á
brott og hafði flæði sjávar tekið hann út aptur; var
hans leitað niður á fiskimið og fannst hann aldrei síð-
an; hafði Guðmundur eitthvað af honum skorið, áður
hann tók út aptur. Líklega hefur hann ekki haft nóg-
ar festar til þes3 að halda hvalnum, þegar hann fór
á flot um flæði sjávar, enda ef til vill ekki hirt um, að
hann yrði Sæbólsmönnum að bráð, eða öðrum óvild-
armönnum sinum, og þá tilgátu báru þeir út, að Guð-
mundur hefði sleppt hvalnum af ásettu ráði, en skorið
á hann gat áður, svo hann sykki, en þótt slíkar sagn-
ir hefðu við engin rök að styðjast, þá urðu þær til