Blanda - 01.01.1924, Síða 137
131
þess, að fleiri urðu óvildarmenn GuðmuDdar en þeir
Sæbólsmenn og Sandsbændur, sem nú vildu fyrir hvern
mun koma Guðmundi á brott úr Nesdal, svo þeir gætu
haft dalinn til beitar. Pengu þeir nú í lið með sér þá,
er þóttust eiga itak þar í dalnum og aðra fleiri menn
þá, sem þá höfðu stundarviufengi við þá, sem höfðu
til umráða kirkjur þær, sem töldu sig eiga ítök i Nes-
dal. Þá bjó á Mýrum Guðmundur Brynjólfsson, og var
hreppstjóri, á Núpi bjó Brynjólfur bróðir hans, íFremri-
Hjarðardal bjó Guðmundur smiður Þorvaldsson, í Gemlu-
falli Ólafur Ólafsson, i Stóra-Garði Oddur Gíslason,
faðir Gisla hins auðga í Lokiohömrum, íöður Odds
sýslumanns á ísafirði, á Læk bjó Jón Tómasson, sem
siðar bjó að Höfða, í Alviðru Guðmundur Gíslason,
bróðir Jóns, sem síðar bjó á Söndum og Brekku, og
síðar verður getið, í Arnarnesi Bjarni Hákonarson, í
Hrauni Eiríkur Tómasson, i Álfadal Ólafur Jónsson
og Benóní Gunnarsson, á Hálsi Guðmundur Guðmunds-
son, á Brekku Eriðrik Pétursson Busch, á Villinga-
dal Eiríkur Guðmundsson og á Sæbóli þeir Jón og
Guðmundur Bjarnasynir. Voru þessir allir hinir helztu
virðingamenn í Mýrahreppi í þá daga, og margir þeirra
kunnir af ýmsum sögnum.sern enn lifa í manna minnum.
Ef ekkert væri annað við að styðjast en sagnir
manna um Guðmund og viðskipti þeirra Sæbólsmanna
við hann, þá yrði ekki sagt neitt svo í lagi væri um
þau efni, og enginn fótur yrði fyrir neinu um lífsferil
Guðmpndar um miðbik æfi hans, þvi svo hafa þær
sagnir reynzt hlutdrægar og illgjarnar i garð Guð-
mundar, sem vænta má, þar sem flestar þær eru spunn-
ar upp af hatursmönnum hans, sem margir urðu sér
til opinberrar skammar fyrir viðureign sína við hann,
en nú vill svo vel til, að enn er til eigi alllítið blaða-
rusl úr eigu Guðmundar, sem gefur glögga skýringu
á mörgum atriðum í æfi hans, þar á meðal viðskipti
9*