Blanda - 01.01.1924, Síða 138
132
þeirra Sæbólsbænda við hann og Vigdísi konu hans,
eptir það hún varð ekkja eptir Móises fyrri mann sinn,
og þó sumt af því blaðarusli só nú orðið ólesandi
vegna fúa, þá er margt heilt og óskaddað. Til er enn
bréfsuppkast, með eigin hendi Guðmundar, og sést af
því, hvað ósvífinn ágang þeir Jón og Guðmundur Sæ-
bólsbændur hafa veitt Guðmundi, bæði fyrir og eptir
það hann varð að fiýja frá Sæbóli og tók upp nýbýli
i Nesdal, — en bréfið er þannig:
„Það er þjóðkunnugt, að Sæbólsbændur — tiltekið
Jón Bjarnason — voru hvatamenn nýlendubyggingar
minnar í Nesdal fyr, um og eptir að hafa gert konu
minni, þá hún var orðin ekkja, og mér, eptir það eg
ektaði hana, ólöglegar, sem ómanneskjulegar árásir,
til útbolunar trá Sæbóli, og aptur frá Nesdal, hvað
allt er skeð frá árinu 1836 tii 1842, og verður hvert
atriði eptir ártalsröð sannað við víðari réttargang, ef
þörf krefur, hvað þó engan veginn af minni hálfu skal
standa fyrir heiðarlegum sáttum nú. En frá nýlendu-
stofnun minni i Nesdal 1839, hafa.þeir haft í Nesdal
frá 42 til 60— og þar yfir—sauði, frá 6 til 14 vikna
tima á hverjum vetri framan af, auk þess sem þeir
hafa og seinni part vetrar látið í dalinn 30 og þar
yfir, af íé, um 5 vikna tima og þar yfir, og hafa skip-
að mór undirgefnum, og stöku sinnum beðið mig að
gæta að og hirða það, á þeim tíma, sem þeir ekki
gengi í dalinn, að fornri venju (sem var annan hvern
dag og stundum á hverjum degi) hvað eg hefi bæði
sjálfur gert og látið gera, svo engin skepna þeirra á
því tímabili hefur drepizt, utan einn sauður, sem Jón
Bjarnason átti, 1842, er eg þó skilaði honum ósködd-
uðum, sem áður var þó alvenja að dræpist eitt og
tvennt á viku, að tiltölu, en síðan eg byggði dalinn,
gengu þeir þau 4 fyrstu ár ekki utan á mánaðar,
þriggja vikna og hálfsmánaðar fresti, og nú þessi tvö