Blanda - 01.01.1924, Síða 140
134
af mér, reikna eg 56 fiska og er þá þetta samanlagt
104 fiskar, á þessu umgetna tímabili. Yfir nærliðna tíð,
frá áminnstu ári, til þess nú, vil eg ekki reikning upp- i
geía, utan málefni vor lengra gangi og engu verði
hér til evarað.
G. Guðmundsson frá Nýjabóli í Nesdal.
Eins og bréf þetta ber með sér, þá befur það verið
lagt fram tyrir sáttasamkomu, sem haldin hefur verið
á Gerðhömrum, en ártalið sóst ekki, og hvergi finnst
þess getið, að Guðmundur hafi neina borgun íengið
íýrir fjárgeymsluna eða fyrirhöfn við hlaðbygginguna,
sem þó mátti heita allmikið raannvirki af einum manni.
Nokkru fyr höfðu þeir Sæbólsbændur sent Guðmundi
bréf, sem nú er tapað, en hann svarar þeim aptur með
bréfi, dags 26. október 1840. £>að bréfsuppkast Guð-
mundar er enu til,'an svo rotið og skemmt, að ekki verð-
ur lesið, nema kaflar úr þvi, en svo mikið má þó sjá,
að hvorki hefur bréf þeirra verið vingjarnlegt i garð
Guðmundar, eða svar hans auðmjúkt á móti, og bregð-
ur hann þeim þar i um tíundarsvik og afdrátt á gjaldi
til fátækra og konungs, sem þá voru lög í landi hér.
Nokkur hluti bréfsins er í ljóðum og er þetta þar í:
Ef volaða guðs og konginn kúgið
kannske með fjártals afdráttum,
fátækra einnin fjaðrir sjúgið,
ef fáið korn i viðskiptum,
undir hegningu laga er laug,
því litinn skilning berið á þaug.
Eptir þvi sem séð verður af bréfum, sem enu eru til,
þá hefur Guðmundur átt í sifelldum deilum við þá
Sæbólsbændur um þau ár, sera hann var i Nesdal, og
hefur þó Jón Bjarnason verið hvatamaður þess, að
hann tæki þar upp nýbýli; það sést af því, sein lesið