Blanda - 01.01.1924, Page 141
135
verður i þessu iyrnefnda bréfslitri og er þetta þar i,
nær ólesandi:
Barbariskt þræla verkum verstu
virðist tilræði ykkar nú.
verra, en klárt þar kominn sértu
karlinn Jóu Bjarna arfi þú,
sem bauðst, skipaðir, baðst og meir,
mér byggja upp þennan Nesdals leir.
Þegar Eggert Briem kom til Isafjarðarsýslu sum-
arið 1845, skrifaði Guðmundur bréf, og bar upp fyr-
ir honum mál sitt og kröfur, og er það bréf sögu-
legt yfirlit yfir það, setn þessi einstæðings nýbýl-
ingur átti við að búa í sveitarfélagi sínu, sem var að
berjast fyrir lifi 6 ungra barna íoðurlausra og móður
þeirra, sem hann hafði tekið að sér. 011 sú saga sýnir,
bæði hvað illgjarnar nagnöðrur geta komið berlega
fram öðrum til ills, og svo hvert skjól og athvarf ís-
lenzk alþýða hefur, allt fram á þennan dag, átt sér
vísa ótal sinnum, þegar leitað hefur verið hinnar svo-
nefndu verndar laganna. Er bréf þetta tekið hér upp
orðrótt eptir frumriti Guðmundar:
„Undirgefnust Begiæring!
Jafnvel þó yður ætti og mætti fullkomlega kunnugt
orðið að' vera, bæði af fyrverandi sýslumanni Th.
Gunnlögsen, svo af amtinu, sem öll skjöl, viðvíkjandi
nýlendubyggingu hér á undirskrifuðum stað, eru gegn-
um hvað eptir annað gengin, og sem sýnast mættu
þóna nóg til þess, að fría mig nú og framvegis við
erfiðar skriptir og um kostnað málstilbúnaðar í því
efni, þá samt innflý eg til yðar veleðla embættis og
eðalsinnis persónu réttdæmis, með þessari minni Begi-
æring í eptirfylgjandi stílstuttri málsútlistun þannig:
Arið 1836, þá eg hafði í sinni að stofna hór nýlendu,
skrifaði eg ofannefudum sýslumanni Th. Gunnlögsen,