Blanda - 01.01.1924, Page 146
140
inn að Næfranesi, þar sem hann fékk bústað, en það
er innarlega í Dýrafirði að norðanverðu. Sjálfur stóð
hann með hendur á síðum, en snerti ekki á nokkrum
hlut, en ölln varð að haga eptir hans boði og banni
i sroáu og stóru, en ekki fengu þeir menn, sem að því
unnu hjá honum svo raikið sem svaladrykk, og þegar
að Næfranesi kom, urðu þeir menn að bera allt heim
frá sjó og inn í hús, og láta hvern hlut á þann stað,
sem hann skipaði fyrir. Ólíklegt er, að þessir óvildar-
menn hans hafi haft mikinn hagnað á flutningi
þessum, þegar hæst stóð sjávarafli og bjargræðistimi,
og þótt sumir þeirra væru auðugir og vildu gera hon-
um allt til óhags og ama, þá brast hann hvorki vit né
áræði, að gjalda þeim að verðugleikum. Þannig varð
megn öfund og illvilji þeirra Sæbólsbænda og annara
þeirra, sem að því studdu, orsölc til þess, að Guðmund-
ur varð nauðugnr að fara úr Nesdal án allra orsaka,
og var hann bó bjargvættur sinnar og nærliggjandi
sveita með lækningum sínuin og blómlegum efnahag;
enn fleiri voru þeir skilmálar, sem Guðmundur setti upp
við mótstöðumenn sína til þess að fara úr Nesdal, sein
þeir svikust um að lyktum, því þegar Andrés Hákon-
arson á Hóli i Onundarfirði vildi fá ieyfi til að byggja
i Nesdal ura 1870, þá vildi Guðmundur hjáipa Andrési
til þess, og gefa honum kost á að nota þá skilmála,
sem hann kvaðst eiga fullan rétt til, en þó séra Stef-
án prófastur Stephensen i Holti legði sig mjög fram
um að hjálpa Andrési, sem þá var i sókn hans, og
fengi Mýrabændur á sitt mál, þá gátu Sæbólsbændur
eitrað út frá sér svo, að ekkert varð af því fyrirtæki.
Það var vorið 1846, að Guðmundur fluttist úr Nes-
dal að Næfranesi, og bjó hann þar til þess vorið 1850.
Þegar þau hjón Guðmundur og Vigdis höfðu búið eitt
ár á Næfranesi kom þeim snman um það að skilja