Blanda - 01.01.1924, Page 147
141
aamvistir, en aldrei voru þau lesin í sundur, og gerðu
þau þá raeð sér avofelldan samning, sem enn er tiL
„Við undirskrifuð hjón gerum hér með vitanlegt,
að við fríviljuglega saraþykk gerum okkar skilnað i
dag, frá borði og sæng, sein undirbúning virkilegs
hjónaskilnaðar, að lögum, það fyrsta skeð getur, og í
von um það, höfum við nú, í nærveru heldri raanna,
skipfc öllu búi okkar þannig: Af 2 kúm læt eg (bónd-
ion) konuna haí'a þá yngri, af 2 hestum, þann yngri.
Af nú að eins lifandi, en fiestum sjáanlegum að falla,
15 ám fær hún 7 o. s. frv. Af matvælum t. a. m. af
fjórðnngum smjörs og tólgar, 3 fjórðunga og 2 pund,
af 2‘/2 sauðarfalli 1 fall o. s. frv, af dauðum búshlut-
um eptir samkoraulagi, utan hún eptirlætur mór, sem
góðviljuga gjöf, allt verktau, stofu- og vasaúr. Hér í
mót lofa eg að borga frá mér, af 8 rikisdala 76 sk.
skuld við Dýrafjarðarverzlun, 5 rikisd. 76 sk., þing-
gjald þessa árs 2 rd., preststekjur, nefnilega tiund og
lambseldi, 2 rd., meðgjöf 6 sauða yfir veturinn 3 rd.
innistandandi kaupamannskaup frá í fyrra 2 rd., til
agents Svendsens 3 rd. 64 sk. og enn nú til hennar
af öðrum skiptum 2 rd. í allt 20 rd 64 sk. Allt svo
i tilefni af ofanskrifuðu, samt hér óskerðum mæðukring-
umstæðum, hverra eg vona að viðkomandi sóknarprest-
ur muni raeð skriflegum vitnisburði geta, óskum og
biðjum við, að herra amtmanni B. Thorsteinson r. af
Dbr. m. m. vildi þóknast að samþykkja og leyfa okkur
nú byrjaðan hjónaskilnað að borði og sæng. Undirgefnast
Næfranesi við Dýrafjörð, 1. maí 1847.
G. Guðmundsson. Vigdís Guðmundsdóttir.11
Þann 21 febrúar 1848 á Stapa hefur Bjarni amt-
maður Thorsteinson útgefið leyfisbréf fyrir hjónin
Guðmund Guðmundsson og Vigdísi Guðmundsdóttur á
Næfranesi í ísafjarðarsýslu og íslands vesturamti, til