Blanda - 01.01.1924, Page 148
142
að mega vera eptirleiðia skilin að borði og sæng. Bréf-
ið er undirskrifað af Jóni Péturssyni (siðar háyíirdóm-
ara) og með lians aðdáanlega fógru rithönd, og er það
bróf enn til. Vorið 1847 flutti Vigdís frá Næfranesi
að Ketilseyri i Sandasókn og var hún þar siðan til
þess hún dó þar hjá Móesesi syni sinum 12. april 1858,
og er þá talin 61 árs. Þau Guðmundur og Vigdis áttu
ekki börn saman.
Þó Guðmundur ætti óvildar- og öfundarmenn ná-
lægt sór, þá átti hann marga vini nær og fjær, og suma
þeirra mikilhæfa merkismenn, og eru enn til raörg bréf
frá þeirn til Guðmundar. Einn þeirra var Össur bóndi
i Súðavik Magnússon frá Bæ í Súgandafirði, Guð-
mundssonar hreppstjóra í Arnardal, Bárðarsonar.
Magnús í Bæ, faðir Össurar, var bróðir hins nafnkunna
merkismanns Kristjáns Guðraundssonar i Vigur. Kona
Össurar var Salóme, dóttir Jóns Einarssonar í Hvíta-
nesi, Magnússonar i Súðavik, Ólafssonar lögsagnara á
Eyri. Dóttir þeirra Össurs og Salóme var María, er
átti Torfa skipherra og verzlunarstjóra á Flateyri Hall-
dórsson. Össur var merkisbóndi og drengur góður,
sem hann átti kyn til. Enn eru til nokkur bréf hans
til Guðmundar, og eru þau öli í sama anda. Til þess
að sýna, hvernig þeim merka manni )á hugur til Guð-
mundar, er hér tekið upp eitt af bréfum hans orðrétt
eptir sjálfu frumritinu, með Össurar eigin snotru rithöncL
„Heima, dag 17. október 1847.
Elskulegi vin:
Guð borgi þór með blessun og rósemi alla þína vel-
vild og ástsemi mér stöðugt auðsýnt. Bróf þitt ástúð-
legt og gáfulega samið, að vanda, með skipherra J.
Gíslasyni, þakka eg þér af hjarta, eins og öll æru-
ríkis, ánægjn og gleðjandi vinarávörp þin áður, því
svara eg nú, af mér yfirveguðu loksins, þannig: Prív-