Blanda - 01.01.1924, Síða 149
143
atapurn þín til min um óvina þinna spillingu við
læknir Weiwadt, hef eg ekki getað fengið, hver vera
muni, en vist má það málefni, eptir því sem eg hef
komizt næst, vera gosið upp úr Mýrum, þar sem blautt
var i!!! Eg mun taka feil. Um annað hitt vissi betur;
svo stendur á, að Weiwadt segist hafa skrifað um apó-
tekara Svein og vænti hans i sumar komandi, líka að
fá Sasshúsið, sem hann býr nú í, innréttað upp á kongs-
ins kostnað, fyrir alla þá sjúku, er honum færðir verða
á ísafjörð, en þetta er ekki skeð allt enn. Ekki get
eg, elsku vinur, ráðlagt þér neitt af hjarta, eins og
vera ætti, um færslu þína hér í pláss, hvorki til jakta-
veru eða annað, þvi eins og áður hefi sagt þér, er sitt
að hverju, og jafnvel á svokölluðu stóru stöðunum.
Fyrirgefðu mér nú of jhastarlega stílað og skrifað
ávarp mitt til þín, hvert endast raeð blessunar og far-
sældaróskum minum, fyrir alla þina lífs og sálar vel-
farnan í bráð og lengd. £>inn einlægur elskandi vinur
og bróðir 0. Magnússon.
E.skr. Hjartkæri! Kona mín elskuleg er búin að
missa signetið, er þú gerðir fyrir hana, með fullurn
stöfum Salórae. Nú vill hún fá aptur signet eptir þig
en engan aDnan, og því sendir hún þér hér innlagðan
1 rikisdal upp í signetið. 1000 sæll og blessaður, þinn
þénustu skuldbundinn Ö. M. MilliesVale!
Bréf hefur Össur í Súðavik skrifað til Guðmundar
4. april 1850, og sést af þvi, að hann hefur verið i
ýmsum útréttingum fyrir Guðmund þar við Djúpið,
bæði með að fá fyrir hann sýslupassa hjá sýslumanni
og ýmislegt við aðra menn, en hvert Gnðmundur hef-
ur þá ætlað að ferðast, verður ekki séð. Bréfið endar
Össur svo: „Tilgefðu bróðir góður fiýtirinn, og lifðu
æfinlega sæll og blessaður, óskar af hugheilum anda
þinn einlægur elskandi amice et frater, Ö. Magnússon.u