Blanda - 01.01.1924, Side 150
144
Um þessi ár bjó á Sveinseyri i Dýrafirði Össur,
sonur Magnúsar frá Neðrabæ í Selárdal, Ingiraunds-
sonar. Hann var tvikvæntur, og var eitt aí börnum
hans Kristján, sem drukknaði i fiskiróðri írá Fjalla-
skaga 24. apríl 1888, faðir þeirra Guðmundar skip-
stjóra, er átti Sigriði Guðmundsdóttur frá Haukadal,
Eggertssonar, og Kristjáns, er átti Þórdísi Eriðriks-
dóttur, ólafssonar. Össur á Sveinseyri dó 7. maí 1851,
62 ára. Þeir Össur og Guðmundur hafa verið kunn-
menn og um tima dvalið saman, þó ekki só nú kunn-
ugt, hvenær það hefur verið, þvi Össur þessi hefur
gefið Guðmundi svohljóðandi vitnisburð fyrir viðkynn-
ingu sína við bann:
„Háttvirtur handlæknir, G. Guðmundsson, óskar af
mér undirskrifuðum vitnisburðar upp á framferði sitt
daglegt, fyrir þann tíma, sem hann hefur við mig
kynnzt, þá eptir minni skyldu í sannleikanum, hefur
hann verið ærlegur og skikkanlegur, góðgjarn og rétt-
vís, lastvar um aðra menn afheyris og grandvar frá
rógburði, jafnan afsakandi aðra frá ýmislegum áburði
og óhróðri, af öðrum um þá talaða, þá hann heyrir
þá af öðrum lastaða. Til frekari fullvissu undirskrifa
eg hér mittt nafn.
Búandi að Sveinseyri dag 3. Aprílis 1849, vitnar
Össur Magnússou.
Eptir það Vigdís kona Guðmundar flutti frá honum,
sem fyr er frá sagt, hafði hann ýmsar ráðskonur. Eyrst
var hjá honum Ingibjörg Jónsdóttir frá Veðrará, syst-
ir Níelsar í Holti og Bjarna gamla í Lambadal, föður
Bjarna, er þar bjó lengi síðan, og margt manna er
frá koraið. Með Ingibjörgu þessari átti Guðmundur
tvö launbörn og voru það þau Sigurður Amelfn fædd-
ur í Næfranesi 18. september 1849, og ítósamunda
Jóhanna, fædd í Næfranesi 30. ágúst 1850. Fiuttist
hún með Ingibjörgu móður sinni að Holti í Önundsr-