Blanda - 01.01.1924, Page 151
145
firði 1852, og ólu þær mæðgur eiðan aldur sinn á
Önundarfirði. Giptiat Ingibjörg þar 28 ára gömul, þann
9. október 1857, Jóni Guðmundssyni á Kirkjubóli i
Valþjófsdal og bjuggu þau síðan í Tungu, en Rósa-
munda varð 11. október 18/2 seinni kona Bjarna Jóns-
sonar, sem síðar bjó að Tannanesi.
Árið 1850 er Guðmundur talinn húsmaður á Næfra-
nesi, en þaðan flutti hann vorið 1851 að Dröngum,
sem er innsti bær í Dýrafirði, og í Sandasókn; hefur
hann þá flutt alfarinn úr Mýrahrepp. Til er enn bréf,
sem honum hefur verið skrifað að Dröngum 11. nóv-
ember 1852, og hefur hann þá enn verið þar. Haon
mun hafa verið orðinn fullsaddur af 16 ára veru sinni
í Mýrahreppi, þar sem hann á fyrsta ári veru sinnar
þar tók að sér munaðarlausa ekkju með mörgum börn-
um, og kom þeim öllum undan manua fótum með dugn-
aði og dáð; var auk þess bjargvættur margra í sjúk-
dómstilfellum víðsvegar, en þakkir og viðurkenning
meiri hluta sveitarfélagsins var lotulaus, hatursfull
ofsókn, og opinber illgirni. £>að bera sjálfir viðburð-
irnir órækan vott um, og þar á ofan varð hann þar
fyrir illu umtali og óverðskulduðum mannorðsþjófnaði,
sem sést af þvi, að hann heíur aflað sér vitnisburðar
margra manna, karla og kvenna, beggja meginn Dýra-
fjarðar, um hegðuu sína og umtal um aðra, og eru
þau vottorð enn til með eiginhandar nöfnum undir-
skrifuð og sum með innsiglum. Meðal þeirra, sera hafa
gefið honum vitnisburðinn, hafa verið sóknarprestur
hans séra Jón Sigurðsson á Gerðhömrum, Jón skip-
herra á Lækjarósi, Gislason úr Hergilsey. Jón var áð-
ur verkstjóri á búi Guðmundar Schevings, agents i
Flatey. Jón var alkunnur sæmdarmaður, hreinskilinn
og einarður við hvern sem var; frá honum mætti margt
segja og gott. Vottorð eitt frá Baulhúsum í Arnarfirði
hefur Guðmundur fengið, útgefið af Þorbjörgu Þor-
Blanda III, 10